Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 122

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 122
Múlaþing manns við sitt eigið líf mun ekki hafa tíðkast hér á dögum ffrafnkels, en hún er mjög í anda mannúðarstefnu fyrri alda.9 Til samanburðar við lífsgrið Hrafnkels þykir mér dálítil forvitnibót að benda á klípu annars manns sem verður að velja milli tveggja afarkosta. I skammdeginu ár- ið 1252 eru Þorgilsi skarða, frænda og kunningja Brands ábóta, gefnir tveir kostir: að taka þátt í aðför að Gissuri Þorvaldssyni eða vera drepinn. Þegar sendiboðar eru famir á brott af fundi hans tekur Þórður Hítnesingur svo til orða: ‘Það er tillag mitt, Þorgils, að þú vinnir hvaðvetna til lífs þér. Allt er annað auðkeyptara en lífið. En efþú fœrð grið, þá er eigi skylt að efna meira af nauðasátt þessari en sýnist. Veit þá enn eigi síðan í skiptum yðrum hve verða má.’10 Rétt eins og skáletraða setningin gefur í skyn var hætt við að slíkar nauða- sættir yrðu virtar að vettugi þegar frá leið og færi gafst, enda hikaði Hrafnkell ekki við að rjúfa handsöl sín og heimta aftur höfuðból sitt og mannaforráð. I því skyni að ná fullnaðarsigri yfir Sámi beitir hann fyrst ósvífnum ójafnaði með því að vega Eyvind, saklausan mann, og síðan svikum með sættarrofi. Lífgjöf Að loknum pyndingum og féránsdómi býður Sámur Hrafnkatli að velja um tvo kosti: annaðhvort að vera drepinn ella þá að þiggja líf með því móti að fara slyppur og snauður frá Aðalbóli, láta af hendi staðfestu og mannaforráð allt, og hvorki skuli Hrafn- kell né erfingjar hans gera tilkall til þess síðar.11 Sámur gefur svofellda skýringu á líknsemi sinni: ‘En með því að hann á ómegð mikla fyrir að sjá, vil eg þess unna honum að hann sjái fyrir.’12 Langtum eldri en Hrafnkels saga er sú hugmynd að göfugt sé að reynast drenglyndur óvini sínum sem sætt hefur hörðum örlögum. Þegar gæfu Daríusar konungs er brugðið vill Alexander bjarga honum: ‘Era [= er ekki] minni manndómur að þyrma honum yfirkomnum heldur en sigra hann þá er vald hans var með mestum blóma’ (Alexanders saga 104). í fljótu bragði virðist mannúð Sáms stafa af umhyggju fyrir þeim ómögum sem voru á vegum Hrafnkels, þótt Sámi kunni einnig að hafa fundist að Hrafnkell hefði þegar þolað næga refsingu með hörðum píslum. Og með því að Sámur var lög- fróður kann miskunn hans að stafa frá því að aftaka Hrafnkels studdist ekki við neinn lagastaf. Enn skal þess getið til að Sámi 9Um ýmsa þætti hennar ræðir breski sagnfræðingurinn R. W. Southem í ritinu Medieval Humanism and Ollier Studies (Oxford 1970). Alexandreis, latneska sögukvæðið sem franska skáldið Philippus Gualterus orti á síðara hluta tólftu aldar og Brandur Jónsson íslenskaði undir heitinu Alexanders saga er merkilegur ávöxtur þessarar stefnu. ^Sturlunga saga II. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna (Reykjavík 1946), bls. 133 Vitaskuld var Hrafnkell þegar sviptur eignum og völdum með féránsdómi. l^Umhyggja Sáms minnir á Þorsteins þátt stangarhöggs. Þótt Þorsteinn dræpi einn af vinnumönnum Bjarna á Hofi og yrði sekur fyrir vígið leyfði Bjami honum að lifa í friði og halda áfram að vinna fyrir öldruðum föður sínum. Sumir heimamenn Bjama töldu þetta vera flekk á virðingu hans en einn þeirra tók þá upp hanskann fyrir húsbónda sinn: ‘Ætlum vér að hann nenni eigi að taka björg frá föður hans sjónlausum og annarri ómegð þeirri sem í Sunnudal er.’ Bjami á Hofi er að mörgu leyti andstæða Hrafnkels, en á hinn bóginn sýnir hugulsemi hans ótvíræðan skyldleika við Sám Bjamason. Mér þykir sennilegt að snjalli höfundur Hrafnkels sögu hafi þekkt Þorsteins þátt stangarhöggs. 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.