Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
og stofnuðu þeir saman fyrirtækið Trésmiðju Sigurðar Sig-
fússonar, sem hafði byggingarstarfsemi að markmiði, ásamt
rekstri trésmíðaverkstæðis. Hafði Arni með höndum bókhald
og innri umsýslu. Trésmiðjan var í fyrstu starfrækt í bráða-
birgðahúsnæði sem þeir félagar keyptu af Hreggviði Agústs-
syni og stóð á kambinum norðan við íbúðarhúsið Björk (nú
Aðalgötu 3). Skömmu síðar keyptu þeir, eða tóku á leigu rúm-
góðan skúr við hliðina, sem var í eigu Ragnars Jónssonar út-
gerðarmanns og söngstjóra, bróður Sigrúnar Jónsdóttur („Lóu
á sýslukontórnum").
Starfsemi fyrirtækisins, sem hófst með byggingu fáeinna
íbúðarhúsa á Sauðárkróki, jókst með ólíkindum þegar á fyrsta
ári, jafnt í bæ sem héraði. Sigurður var kappdrægur og útsjón-
arsamur við að sækja sér verkefni, svo að fyrr en varði hafði
hann virkjað til starfa hjá sér flestar þær vinnufúsu hendur sem
völ var á í bæ og héraði og nýta mátti. Hann sótti sér verkefni
til opinberra aðila og þegar á fyrstu árum starfseminnar reistu
vinnuflokkar hans meðal annars barnaskólahús á Sauðárkróki,
Hofsósi og í Fljótum. Þá var reistur skólastjórabústaðurinn á
Hólum í Hjaltadal og síðar prestsbústaður á sama stað að ó-
gleymdri stórbyggingu Húsmæðraskólans á Löngumýri.
I tengslum við þessa starfsemi var verslað með byggingarefni
og jukust umsvif hratt. Við þetta bættist verslunarrekstur sem
Sigurður og Árni mágur hans yfirtóku árið 1946 með kaupum
á eignum Kristjáns Gíslasonar, sem þá var orðinn háaldraður
og á leiðinni að kveðja öll sín áratugalöngu umsvif og verslun
af margvíslegum toga. Með þessum kaupum eignaðist Sigurð-
ur og þeir félagar eitt af elstu og virðulegustu húsum Sauðár-
króks, sem jöfnum höndum hafði verið nýtt til verslunar og
íbúðar stórrar fjölskyldu Kristjáns. Þangað fluttist Sigurður
síðan haustið 1951 ásamt fjölskyldunni, en verslunin var rekin
sem fyrr á sínum stað, eða allt til þess að byggt var þriggja
hæða hús neðst á lóðinni með verslunaraðstöðu á neðstu hæð-
inni, en íbúðum á tveim þeim efri. Húsinu fylgdi stór lóð sem
16