Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 23
ATHAFNASKÁLD f SKAGAFIRÐI
drýgstur og hollastur í baráttu hans hvað varðaði öflun stofn-
og lánsfjár til reksturs og umsvifa. Geta nú lesendur leitt hug-
ann að því, hversu forystuliði Kaupfélags Skagfirðinga hafi
hugnast þessi þverstæða í pólitísku atvinnuumhverfi héraðsins
þegar í ljós kom, að Sigurður hugðist efna til samkeppni við
kaupfélagið um slátrun sauðfjár á félagssvæði þess.
Tæpast verður synjað fyrir þá nærtæku skýringu að Stein-
grímur hafi í mati sínu á atvinnuuppbyggingu og sókn til
bættra lífskjara þess héraðs, sem hann hafði með tvennum
hætti tengst órjúfandi böndum, fyrst sem skólastjóri Hólaskóla
og síðan þegið frá umboð til forystu pólitískra áhrifa, talið sér
skylt að styðja þann mann sem með sannfærandi hætti hafði
sýnt af sér áræði og djörfung sem skilaði héraðinu hraðari sókn
til þessara áforma en dæmi voru um. Og í tengslum við það
talið sér bera skylda til pólitískra afskipta með þeirri fyrir-
greiðslu sem starfsemi hans þarfnaðist
Þess má geta að á þessum árum eyddu alþingismenn héraðs-
ins ómældum tíma í fyrirgreiðslu af margvíslegum toga fyrir
vini og kunningja, og jafnvel einnig pólitíska andstæðinga ef
svo bar undir. Oftast var um að ræða mál sem reka þurfti í
lánastofnunum, ellegar embættum stjórnsýslu, og jafnvel hefur
þáttarritari heyrt sögu af því að bóndi nokkur hafi sent Stein-
grími tvö kíló af heimagerðu smjöri og beðið hann að selja.
Þetta mun hafa gengið eftir. (Ósjálfrátt kemur manni raunar í
hug að Steingrímur hafi flýtt fyrir málinu með því að kaupa
smjörið sjálfur).
En vinátta Steingríms og Sigurðar mun hafa verið heils hug-
ar á báða vegu. Þá var Steingrímur einnig nákunnugur Helgu
Þorkelsdóttur frá Miðsitju, miðkonu Sigurðar (sambúð þeirra
hófst snemma á Sauðárkróksárum hans, eins og fram kemur á
öðrum stað), því mikill kunningsskapur var með honum og
foreldrum hennar. Steingrímur dvaldi jafnan á heimili þeirra
Sigurðar og Helgu þegar hann átti erindi til Sauðárkróks, jafn-
framt bjó sonur Steingríms á heimili þeirra sumarlangt. Til
21