Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 30
SKAGFIRÐINGABÓK
Sigurður gengið af fundi. Síðan, á löngum tíma og með mikilli
fyrirhöfn, hafi stjórn félagsins tekist að ná hinum vangreiddu
vinnulaunum og fá leiðréttar allar rangar reikningsfærslur þar
að lútandi. Með því hafi verkafólk náð til sín tugum þúsunda
sem þessum vangreiðslum nam. Síðar í sömu grein:
Maður hefði nú getað haldið að Sigurður myndi læra af
þessum viðskiptum við Vmf. Fram, að standa í skilum
með launagreiðslur til starfsfólks við Hraðfrystistöðina
hf., en það var nú öðru nær, eins og nú skal greina: ...
Arið 1956 greiddi Sigurður Sigfússon starfsfólki sem hjá
honum vann ekkert kaup. Og í ágúst var þetta komið í
algert óefni. - Föstudaginn 17. ágúst var svo komið að
algert neyðarástand var ríkjandi á Sauðárkróki hjá því
verkafólki, sem hjá Sigurði vann, vegna vanskila hans.
Og áttu verkamenn og verkakonur á Sauðárkróki hjá
Sigurði Sigfússyni og fyrirtækjum hans rúmar 700 þús-
und krónur.
Þá segir frá almennum fundi verkalýðsfélaganna á Sauðár-
króki sem haldinn var í Bifröst tilgreindan dag, þ.e. 17. ágúst
1956, um viðbrögð við uppsöfnuðum vanskilum. Þess er getið
að á fundinn hafi mætt forseti ASI, Hannibal Valdimarsson,
ásamt fulltrúa sínum, Snorra Jónssyni, sem upplýsti að nefnd
sem skipuð var fulltrúum verkalýðsfélaganna ásamt honum
sjálfum hefði komist að því að um 180 verkamenn og konur
ættu hjá S.S. vangoldin vinnulaun sem næmi rúmlega 700
þúsund kr. Samþykkt var á fundinum að fela stjórnum félag-
anna og ASI „fullnaðar umboð til hverskonar löglegra inn-
heimtuaðgerða sem nauðsynlegar þykja.“
Næst greinir Hjálmar frá dómssátt um uppgjör á kröfum
verkafólksins sem gerð hefði verið hjá embætti sýslumanns
með íhlutan Jóns Þorsteinssonar lögfræðings, þar sem veð hefði
verið tekið í öllum afurðum, og segist greinarhöfundur engu
28