Skagfirðingabók - 01.01.2002, Side 32
SKAGFIRÐINGABÓK
hafi Hjálmar síðan unnið hjá sér fyrir kr. 9-288,77 og telji
hæpið að hann telji til skuldar við sig út af þeim viðskiptum.
I grein sinni rekur Sigurður málatilbúnað Hjálmars, sem
honum þykir í hæsta máta furðulegur og „með þeim eindæm-
um að einsdæmi má teljast, svo að ég noti Hjálmars eigin orð
um vanskil mín.“ Aðför Hjálmars með þessum hætti þykir
Sigurði þó þakklætisverð á þá lund að ólíkt þægilegra sé að fá
þessar skoðanir opinberlega í ljós, fyrst þær séu til, svo unnt sé
að svara þeim, en berjast við þær þar sem þær fara huldu höfði.
Athygli Sigurðar beinist m.a. að þeirri staðhæfíngu Hjálmars
að á árinu 1956 hafi hann, þ.e. S.S., ekkert kaup greitt og spyr
hvort Hjálmar hafi talið árinu lokið 17. ágúst þegar umræddur
fundur var haldinn. Nokkurt misræmi sýnist í málflutningi
þeirra viðfangsmanna því á móti þeirri staðhæfingu að á um-
ræddu ári hafi S.S. ekkert kaup greitt upplýsir Sigurður eftir-
farandi: „En sannleikurinn í þessu máli er sá, að fyrir 17. ágúst
voru fyrirtæki þau sem við mig eru kennd á Sauðárkróki búin
að greiða nálægt 2 millj(ónum) króna í vinnulaun, og frá þeim
tíma til áramóta voru greiddar kr. 750.000. Alls hefur því ver-
ið greitt í vinnulaun kr. 2.750.000 á árinu 1956, en Hjálmar
segir að ég hafi ekkert greitt á árinu.“ Síðan rekur Sigurður
ítarlega aðdraganda þessara deilna og til muna betur en gert er
í fundargerð frá umæddum fundi. Sigurður segir:
Eins og kunnugt er, hefir atvinnulíf á Sauðárkróki verið
— vægast sagt — fremur dauft. Fer fjarri að atvinnulíf hér
hafi samsvarað þeim ágætu starfskröftum sem bærinn
hefur á að skipa. A þessu varð veruleg breyting árið
1955, þegar Hraðfrystistöðin hf., fyrirtæki það sem ég
og félagar mínir standa að, hóf fisktöku. Fiskur sá, sem
stöðin tók, var sumpart togarafiskur úr togaranum
Norðlendingi, sem Sauðárkróksbúar ásamt Hraðfrysti-
stöðinni og Kaupfélagi Skagfirðinga voru þá orðnir eig-
endur að, ásamt Ólafsfirði og Húsavík. Sumpart var fisk-
30