Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 37
ATHAFNASKÁLD f SKAGAFIRÐI
norður hér, skal tekið fram, að sigurinn er í samræmi við
hlutverkið; aðeins sýndarsigur. Höfundur leikur tveim
skjöldum og báðum ófimlega, svo sem er hann getur
þess að fyrirtæki S.S. hafi ekkert kaup greitt árið 1956,
en síðar í greininni upplýsist þó, að kaup hafi verið greitt
og — að því er ætla má — nær að fullu. Fleiri mishermi
eru í greininni, sem ég ætla mér ekki að eltast við; það
geta þeir gert sem málið er skyldara.
Eg þekki Hjálmar Theódórsson ekkert og hefi enga
ástæðu til efast um að hann hafi viljað fara með rétt mál,
en sökum ókunnugleika fer á annan veg.
Það er ekkert launungarmál að fyrirtæki S.S. og félaga
hans hafa ekki getað innt af hendi greiðslur til verka-
fólks á gjalddaga og er slíkt að sjálfsögðu vítavert og
ekki fallið til þess að koma á gagnkvæmu trausti milli
þess er vinnu veitir og hins er þiggur. En þessi kaup-
greiðslumál leystust svo að minni hyggju, að báðir aðilar
höfðu sóma af. Undanfarin ár hefir oft mátt lesa í blöð-
um, að ýmsir atvinnurekendur hafi um lengri eða
skemmri tíma ekki getað staðið í skilum með launa-
greiðslur til starfsfólks, en oftast mun þó hafa greiðst úr
þeim vandræðum og stundum, a.m.k hefir ríkið hlaupið
undir bagga. Umfangsmiklum atvinnurekstri — ekki síst
ef hann er á byrjunarstigi — fylgir jafnan mikil áhætta. A
verðbólgutímum er alltaf að meira og minna leyti rennt
blint í sjóinn með, hversu reiða muni af, þar eð láns-
fjárskortur er svo mikill að tefla verður á tæpt vað. Lán
sem greiða ber heimtast oft seint, því að bönkum er
féskylft ... Sigurður Sigfússon og félagar hans hafa staðið
í mikium og þörfum framkvæmdum, en fyrirtæki skila
ekki arði meðan þau eru í byggingu, og þegar lánavonir
bregðast er mikið í húfi fyrir atvinnurekendur, en að
minni hyggju þó meira í húfi fyrir þá sem atvinnunnar
eiga að njóta og séð hafa hilla undir blómaskeið í þorpi
35