Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 55
ATHAFNASKÁLD í SKAGAFIRÐI
sanns vegar færa, ef skilja mætti svo, að kunnugir muni
lítið mark taka á orðum hans um þessa hluti.
Sem varaformaður stjórnar K.S. telur Gísli sér skylt að leiðrétta
þær margvíslegu rangfærslur og vafasömu ályktanir þeirra rit-
glöðu manna sem hann beinir máli sínu að. „Hitt er svo annað
mál, að mér þykir fyrir því að Sigurður Sigfússon skuli endi-
lega þurfa að lenda á milli tannanna á okkur séra Lárusi. Mál,
sem eru hvorttveggja í senn, opinber samkvæmt eðli sínu, og
þó persónuleg hagsmunamál einstakra manna, eru viðkvæm og
vandi er að fara svo [með] að enginn sé eða þykist meiddur. En
„í upphafi skyldi endinn skoða.““
Þrátt fyrir að vera mikið niðri fyrir, bregst Gísla í Holti ekki
háttvísi í garð þess sem inni í umræðunni lendir. Meistari stíl-
galdurs og málvísi sem Gísli, á þann rétt skýlausan að texti
hans sé ekki slitinn sundur og skeyttur meira en ítrasta þörf
krefur. Því verður ekki vitnað til hans nánar í þessum pistli
með neinum vinnubrögðum í þá veru. En naumast eru til þess
líkindi að öðrum hefði farnast betur að verja málstað kaupfé-
lagsins í þeim samanburði sem umræddir greinahöfundar
höfðu sett fram. Og þrátt fyrir ritsnilld Gísla í allri málsvörn
og ábendingar hans um meintar missagnir og rangtúlkanir,
megnar hann ekki að eyða þeirri grunsemd að Kaupfélag Skag-
firðinga hafi um skeið á þessum dögum verið komið í alvarlega
tilvistarkreppu vegna uppgangs Sigurðar Sigfússonar sem
hvergi verður séð að hafi í neinu efni haft það að tilgangi í sín-
um athafnaþrótti að vinna geig neinni þeirri starfsemi sem fyr-
ir var í bæ og héraði.
Flest rök virðast aftur á móti hníga að því að kaupfélagið,
sem vissulega átti ríkra hagsmuna að gæta, hafi fullseint kom-
ið auga á og brugðist við þeirri staðreynd að komið var að þeim
tímamótum sem áttu að vera augljós hverjum þeim er skyggnu
auga horfði til nýrrar og breyttrar sýnar á þjóðfélagshætti.
Þá mætti jafnframt velta fyrir sér þeirri skýringu að Sigurður
53