Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 59
ATHAFNASKÁLD í SKAGAFIRÐI
Sauðárkróks hf.“ Þarna er þess getið, að fyrirtækin hafi verið
óstarfhæf síðan í ágúst s.l. Umræddur fimmtungshlutur Sig-
urðar og félaga í þessu nýja fyrirtæki mun hafa skipt litlu þég-
ar fram í sótti og verður ekki neinn reki að því gerður að greina
nánar frá áhrifum hans né hvenær hluturinn gekk til meðeig-
enda.
En með þessum gerningi má segja, að umsvifum Sigurðar á
Sauðárkróki hafi lokið. Kaupfélag Skagfirðinga keypti verslun-
ar- og íbúðarhúsið á gatnamótum Aðalgötu og Kristjánsklauf-
ar ásamt gamla verslunarhúsi Kristjáns Gíslasonar og tilheyr-
andi lóðarréttindum. Trésmíðaverkstæðið, tveggja hæða, sem
reist hafði verið á Skógargötu 1, var starfrækt áfram af sam-
starfsmönnum Sigurðar, þeim Jóhanni Guðjónssyni, Vilhjálmi
Hallgrímssyni og þýskum manni að nafni Friðrik Hoffmann,
er hafði flust til Sauðárkróks nokkrum árum fyrr og starfað í
trésmiðjunni sem í eigu þessara nýju eigenda hlaut nafnið Tré-
smiðjan Ösp. Hlutverki Sigurðar í atvinnusögu Sauðárkróks og
Skagafjarðarhéraðs var lokið og hann fluttist til Reykjavíkur
ásamt fjölskyldunni síðla sumars 1958.
Ekki mun ofsögum sagt að mörgum heimamanni á Sauðár-
króki og raunar víða um sveitir héraðsins hafi orðið þessi endir
á 12 ára umsvifum Sigurðar nokkur vonbrigði og jafnvel sár.
Bar þar margt til. Hann hafði á skömmum tíma unnið stór-
virki í atvinnulífi og reist fjölmörg heimili frá örbirgð til
sjálfsbjargar með beinum og óbeinum hætti. Deyfð og drungi
höfðu fest rætur og það svo, að dæmi voru um að heimilisfeður
tækju því dræmt þegar þeir fengu tilboð um vinnu á þeim
tíma árs sem fram til þess hafði verið nýttur til að sinna fáein-
um rolluskjátum og beljunni. Mönnum var hreint ekki ljúft að
rumska frá þessum lífsmáta.
En — þegar svo var komið að þorri verkfærra manna, kvenna
jafnt sem karla, var kominn með fasta vinnu hjá fyrirtækjunum
tveim á Eyrinni, tók fljótlega að myndast metnaður og jafnvel
fálæti milli þessara hópa. Starfsfólk í frystihúsi kaupfélagsins
57