Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 84
SKAGFIRÐINGABÓK
að hann héldi við ekkju í nágrenninu og dætur hennar einnig,
en börnin sem samlífið gaf af sér væru borin út. Skúli komst á
snoðir um orðróminn og rakti beint til upprunans, Þórodds
Þórðarsonar heyrara (yfirkennara) á Hólum. Sá þótti kjöftug-
ur mjög og illmælinn en gat litlu svarað þegar Skúli bar upp
fyrir hann róginn. Svo fór að hann baðst skriflega afsökunar og
greiddi 60 dali í skaðabætur.
Hvernig var meintur kvennaljómi Skagafjarðar útlits? Jón
Espólín lýsir Skúla þannig: „Hann var hár meðalmaður á vöxt
og ei mjög gildur, kvikur mjög, skarpeygur og nokkuð vara-
þykkur, mikill rómurinn og sem hann beit á vörina þá hann
talaði.“ Þó vantar í þessa lýsingu, að Skúli fékk bólusótt úti í
Kaupmannahöfn og bar þess menjar síðan með örum á andliti.
Lögreglustarf Skiila
Verkefni Skúla í Skagafirði voru sem annarra sýslumanna á
þeim tíma, að vera í senn dómari, lögregla og hagsmunavörður
fyrir héraðið. Algengustu brotin voru þjófnaðir, og lög landsins
tóku hart á slíkum yfirsjónum. Eitt fýrsta embættisverk Skúla
var að dæma hjón frá A í Unadal fyrir hnupl úr Hofsósbúð. Þau
voru rekin af bújörð sinni; hann strýktur og brennimerktur á
enni, en hún hýdd. Á sama ári var Þórunni tálausu refsað fyrir
að stela úr hjöllum á Höfðaströnd með 14 ára syni sínum. Þór-
unn þessi hafði alist upp á flækingi um Skagafjörð. Hún hlaut
húðstrýkingu fyrir, en var sjálf sett til þess að hýða son sinn
með hrísi. Þetta eru dæmi um þau verk sem yfirvald Skagfirð-
inga innti af hendi með skilvísi, en þrátt fyrir það fékk Skúli
orð á sig fyrir að vera miskunnsamur við þá sem aumari voru.
Jón Espólín segir að hann hafi verið góður ekkjum og aðstoðar-
lausum börnum og oft veitt þeim mikla hjálp. Hann hafi held-
ur ekki verið „smámunasamur um nokkurn hlut“.
Þá var það sögn alþýðu að hann léti suma sakamenn sleppa er
honum þótti mannsbragur á og ganga margar sögur þar af.
82