Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 87
ÞÁ SKÚLI VAR YFIRVALD SKAGFIRÐINGA
Fúsi féll þá í „víl og vesaldóm ... og dó síðast í harðrétti" svo
aftur sé vitnað í Jón, sem virðist hæstánægður með útreið flot-
kampsins. Þetta mál dró þó dilk á eftir sér fyrir Jón Stein-
grímsson því að annar piltanna, Skapti Árnason, var verndari
hans í Hólaskóla og eftir brotthvarf Skafta varð Jón fyrir að-
kasti annarra skólapilta og var m.a. borinn loginni þjófnaðar-
sök, en það er önnur saga.
Viðskipti við Hólamenn
Steinn Jónsson (d. 1739) var enn biskup þegar Skúli varð sýslu-
maður og hafa Hólamenn væntanlega verið þýðari er hann reið
í hlað sem yfirvald héraðsins en þegar hann kom þangað í
ölmusuleit nokkrum árum áður. Annars var Steinn biskup stór
maður, feitur og með slíkt hæglætisskap, að sagt var að hann
hefði aldrei reiðst á ævi sinni. Hann átti aldrei í deilum og ljúf-
lyndið aflaði honum margra vina, en enginn var hann skörung-
ur á biskupsstóli og fór flestu aftur á Hólum í tíð hans. Steinn
var hins vegar vinsælt skáld á sínum tíma og í tilefni þess að
Upprisusálmar hans voru prentaðir á Hólum orti einn maður
nyrðra:
Söngva strengi ég sá eins
að öllu vel forgyllta,
Hallgríms prests og herra Steins
í hörpu guðs samstillta.
Þetta þótti mikið oflof, að líkja saman Steini og Hallgrími
Péturssyni, en lýsir hversu skáld eru misjafnlega metin eftir
tíðaranda. Nú er sálmakveðskapur Steins gleymdur flestum.
Mannahald á Hólum var all sérstakt í txð Steins, enda segir
Espólín að oft hafi verið svo „lítil fyrirhyggja á Hólum, að varla
varð entur skólinn“ og nemendur sendir heim fyrr en ætlast var
til. Frændi Steins, Ólafur Jónsson, var bryti á staðnum. Hann
var ölkær í meira lagi og áflogagjarn undir áhrifum. Urðu
85