Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 88
SKAGFIRÐINGABÓK
kaupstaðarferðir Hólamanna oft sögulegar þegar hann var með
í för. Steinn réði Sigurð Yigfússon Islandströll (f. 1691) sem
skólameistara á Hólum, en hann var talinn sterkasti maður
landsins. Islendingar hafa alltaf haft hinar mestu mætur á
kraftamönnum og það hafði herra Steinn sérstaklega, en hann
hafði sjálfur gaman af ýmsum aflraunum á sínum yngri árum.
Bókvit hafði Sigurður þó ekki í jöfnu hlutfalli við krafta sína.
Hann þótti slakur kennari og gekk illa að halda uppi aga.
Hólanemar nýttu sér grunnhyggni karlsins til að kría út „leka-
liberationir" eða lekafrí. Þá komu þeir að morgni og helltu
vatni á gólfið í skólahúsinu, síðan bentu þeir Sigurði á lekann
þegar kennslan átti að hefjast sem svaraði að bragði: „Það er
slett af so gú óforsvaranlegt, að góðra manna börn sitji í slíku
hrosshúsi." Varð þá ekki nein kennsla þann daginn. Hins vegar
var skólahúsið hriplekt og oft urðu „lekaliberationir" af nátt-
úrulegum orsökum. Sigurði til aðstoðar var Þóroddur heyrari,
sem áður hefur verið minnst á, hann var lítill vexti en þeim
mun kjaftmeiri. Hann þótti dugandi kennari en óróagjarn og
skammaðist oft í Islandströllinu sem brá aldrei skapi, utan
einu sinni. Atti Þóroddur þá fótum fjör að launa. Þórodds er
einnig minnst fyrir þá sök að hann er ættfaðir Thoroddsen ætt-
arinnar. Þorleifur Skaftason virðist hafa verið helsti burðarás
staðarins á þessum tíma, enda skipaður officialis (staðgengill
biskups) þegar Steinn veiktist af þeirri veiki er loks dró hann
til dauða.
Einn af þekktari Hólanemum frá tíð Steins var Galdra-Loftur
Guðmundsson sem áður er nefndur, en hann stundaði nám við
skólann árin 1716 til 1722. Hann var sagður hafa reynt að
vekja upp biskupa í Hólakirkju sem frægt er í þjóðsögum.
Steinn átti að hafa vandað um við pilt af sínu alkunna hæg-
lyndi, en Loftur lét það sem vind um eyru þjóta. Þorleifur
Skaftason var aftur harðari í horn að taka og Galdra-Loftur
reyndi því að glettast við hann. Þorleifur bjó á Kálfsstöðum í
Hólahreppi, eins og venja var um dómkirkjupresta. Hjalta-
86