Skagfirðingabók - 01.01.2002, Síða 107
ÞÁ SKÚLIVAR YFIRVALD SKAGFIRÐINGA
menna hans. Jón var Skagfirðingur að ætt og uppruna og for-
eldrar hans bjuggu á Þverá í Blönduhlíð. Þar gisti Skúli þegar
hann kom fyrst til Skagafjarðar, en árið eftir (1738) dó Stein-
grímur faðir Jóns. Ekkjan stóð ein uppi ólétt með fjögur smá
börn, en Jón var þá elstur, 10 ára gamall. Hópuðust að dánar-
búinu ýmsir „misjafnt heilráðir" ráðgjafar er vildu leysa upp
heimilið, eins og Jón sjálfur segir frá. Skúli sýslumaður kom þá
að málum og reyndist „hinn besti og ráðhollasti í öllum grein-
um“. Búið stóð eftir óhaggað, en Skúli hjálpaði ekkjunni með
margt síðan svo hún fékk haldið öllu sínu. Hann réði henni
vinnumenn sem gerðu sér brátt grein fyrir að sýslumaður
fylgdist sjálfur með því að þeir skiluðu sínu. Skúli rak sjálfúr
tvo menn á brott er höfðu sýnt af sér hyskni, með þeim orðum
að þeir ættu ekki skilið neitt kaup fyrir verk sem þeir hefðu
ekki unnið. Skúli þekkti af eigin reynslu þær raunir sem barn-
margar ekkjur standa frammi fyrir, en móðir hans hafði sem
kunnugt er staðið í sömu sporum. Það var kannski vegna
þessarar reynslu að Skúli varð rómaður fyrir það á sinni sýslu-
mannstíð, að vera hjálpsamur ekkjum og munaðarleysingjum.
Jón óx úr grasi og hneigðist til bóknáms. Hann sótti um inn-
töku í Hólaskóla á ölmusustyrk árið 1744, og var samþykktur
af Hólabiskupi, Loðvíki Harboe. Skúli var þá ráðsmaður Hóla-
staðar og nú bar svo við að hann þverneitaði að taka Jón inn í
skólann án meðgjafar, og kvað pilti „þarfara að læra lands- og
bóndavinnu" til þess að hjálpa móður sinni. Harboe og aðstoð-
armaður hans og túlkur, Jón Þorkelsson, létu neitun Skúla ekki
á sig fá og gáfu peninga úr sinni eigin pyngju til framfærslu
Jóns og settist hann því í skólann yfir veturinn. Næsta ár var
enn sama baráttan uppi, því Skúli ráðsmaður harðneitaði að
gefa Jóni ölmusustyrk, en varð að lokum að beygja sig eftir að
ekkja Steins biskups, sem bjó í Viðvík, gekk í ábyrgð fyrir
drenginn. Svo undarlega vill til að þessi óvægni ráðsmaður
Hólastaðar hafði sjálfur, 15 árum áður, verið í nánast sömu
sporum og ölmusubeiðandinn Jón. Skúli var, eins og Jón, elst-
105