Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 108
SKAGFIRÐINGABÓK
ur af sínum systkinum og langaði til þess að læra í Hólaskóla,
en var neitað um ölmusustyrk af Steini biskupi. Enginn tók
svari Skúla og hann varð að snúa aftur heim við svo búið.
Hvernig eða hvort þessi reynsla hafi á einhvern hátt ráðið svör-
um hans við Jón skal ósagt látið. Jón taldi sjálfur að Skúli hefði
ætlað systursyni sínum, Magnúsi Ketilssyni, ölmusustyrkinn í
sinn stað og það hafi stýrt gerðum hans. Jón erfði þetta ekki,
og þrátt fyrir allt virtist Skúli treysta honum, því nokkru
seinna bað hann Jón um að líta til með syni sínum sem var að
hefja nám í Hólaskóla. Skúli var þá ekki lengur ráðsmaður en
átti í deilum við Halldór biskup og hefur ef til vill óttast að
það kæmi niður á niðja sínum.
Síðustu staupin i Skagafirði
Það eru til allgóðar heimildir um síðustu brennivínsstaupin
sem Skúli steypti í sig sem sýslumaður Skagfirðinga og enn
skal gengið í smiðju eldklerks. Þetta var um vorið 1750 og
Skúli því 38 ára gamall. Hann hafði þá fyrir stuttu verið skip-
aður landfógeti, hæsta embætti sem Islendingi hafði þá hlotn-
ast í þjónustu Danakonungs, og var að ferðbúast suður. Jón var
22 ára, nýútskrifaður Hólanemi, og átti leið um Stóru-Akra.
Þegar Jón barði að dyrum var þar fyrir fógetinn sjálfur, nokkuð
ölvaður og dreif pilt inn í stofu með þessum orðum: „Nú ertu
Jón orðinn góðs manns efni; ætlaði ég aldrei að svo myndi
verða, og ekkert hjálpaði ég þar til.“ Síðan þakkaði hann Jóni
fagurlega hversu vel honum hafði farist við son sinn í Hóla-
skóla og hélt honum síðan hjá sér fram undir dagrenningu, en
alla nóttina sat Skúli og staupaði sig á milli þess sem hann
lagði stúdentinum lífsreglur. Jón segist í ævisögu sinni, ekki
muna eftir öllum heilræðunum enda fannst honum þau mörg
vera „partur af brennivínsrugli". Hann tiltók þó nokkur dæmi
um fógetaráðin: Jón átti aldrei að áreita nokkurn að fyrra
bragði, aldrei reiðast þó illa væri um hann talað, svo lengi sem
106