Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 120
SKAGFIRÐINGABÓK
Björnsdóttir kenndi fatasaum sem fyrr, Engilráð M. Sigurð-
ardóttir kenndi vélritun, séra Tómas Sveinsson kenndi hnýt-
ingar, en fyrir þeirri grein reyndist sérstakur áhugi og þátttak-
endur 32, og bókband kenndi Guðjón Ingimundarson. Þátt-
takendur í námskeiðum þessum voru alls 109-
Kostnaður við Námsflokkana þetta skólaár var um 293
þúsund krónur og greiddur að mestu með þátttökugjöldum
auk lítilsháttar styrkja úr bæjarsjóði og ríkissjóði.
'Veturinn 1976—77
HAUSTIÐ 1976 var prjónað áfram og með auglýsingu dagsettri
8. október boðið upp á nokkrar námsgreinar og með annarri
auglýsingu 1. nóvember voru boðin námskeið í matargerð. I
framkvæmd var fitjað upp á fleiri verkefnum. Um haustið
komust á námskeið í eftirtöldum greinum: Vefnaði á
Löngumýri, eitt námskeið, nemendur 8. Leirmunagerð, þrjú
námskeið, nemendur 18. Glóðarsteikingu, tvö námskeið, nem-
endur 20. Spænsku, eitt námskeið, nemendur 10.
FRÁ NÁMSFLOKKUM SAUÐÁRKRÓKS
Glóðarsteiking og pottréttir:
Þriggja kvölda námskeið í glóðarsteikingu og pottréttum verður
mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld í næstu viku, 8.,
10., og 11. nóvember kl. 8-11:20 hvert kvöld, samtals 15
kennslustundir, ef næg þátttaka fæst. Kennari: Anna Rósa
Skarphéðinsdóttir. Kennslan fer fram í eldhúsi Gagnfræðaskólans.
Efnisgjald ásamt kennslugjaldi kr. 4.700.
Upplýsingar og skráning hjá kennaranum í síma 5396 eftir kl. 5
næstu daga. Ef þátttaka reynist fyrir hendi verða fleiri námskeið
haldin í matargerð síðar. Látið því vita um vilja ykkar í þessu efni.
Sauðárkróki, 1. nóvember 1976
Skólanefndin á Sauðárkróki
118