Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 123
UM NÁMSFLOKKA SAUÐÁRKRÓKS
FRÁ NÁMSFLOKKUM SAUÐÁRKRÓKS
Scarfsemi Námsflokka Sauðárkróks hefst eftir miðjan janúar með
eftirtöldum námsgreinum ef næg þátttaka fæst.
Enska: Framhaldsflokkur. Mánudaga kl. 8, tvær kennslustundir á
kvöldi í 10 kvöld, samtals 20 kennslustundir.
Franska: Fyrir byrjendur. Mánudaga kl. 9:30, tvær kennslustundir
að kvöldi í 10 kvöld, eða alls 20 kennslustundir.
Þýska: Þriðjudaga kl. 8:30, tvær kennslustundir á kvöldi í 10 kvöld
eða samtals 20 kennslustundir.
Kennslugjald í málaflokkunum er kr. 4.000 í hverri grein.
Kennari: sr. Sigfús J. Árnason.
Leirmunagerð: Fimmtudaga kl. 8:30, þrjár kennslustundir á kvöldi
í fjögur kvöld. Kennslugjald kr. 4.000. Kennari: Arnór Sigurðsson.
Teiknun og meðferð lita: Þriðjudaga kl. 8:30, tvær kennslustundir
á kvöldi í 10 kvöld, samtals 20 kennslustundir.
Kennslugjald kr. 4.000. Kennari: Gunnar Friðriksson.
Upplýsingar um öll fyrrgreind námskeið veitir Guðjón Ingi-
mundarson í sundlauginni eftir kl. 5 næstu daga og á laugardag kl.
10-3. Sími 5226.
Smurt brauð — Pottréttir og glóðarsteiking - Gerbakstur.
Hvert námskeið samtals 15 kennslustundir, sem skiptast á 3 kvöld.
Smurt brauð. Þátttöku- og efnisgjald kr. 7.000. Kennslan fer fram
dagana 17., 18. og 24. janúar n.k.
Pottréttir og glóðarsteiking. Þátttöku- og efnisgjald kr. 8.000.
Kennsla fer fram dagana 25., 31. jan. og 1. febrúar n.k.
Gerbakstur. Þátttöku- og efnisgjald kr. 5.000. Kennsla fer fram
dagana 7., 8. og 14. febrúar n.k.
Kennt er í Gagnfræðaskólanum og hefst kennsla alla dagana kl. 7.
Þeir sem létu skrá sig á sl. vetri en komust ekki að og vilja nú vera
með láti skrá sig að nýju. Skráningu og upplýsingar annast kennar-
inn, Anna Rósa Skarphéðinsdóttir í síma 5396.
Þátttökugjöld skulu greidd í upphafi hvers námskeiðs. Látið skrá ykkur
til þátttöku á námsflokkunum fyrir 16. þ. m.
Sauðárkróki, 11. janúar 1978
Skólanefndin á Sauðárkróki
121