Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK
Undirtektir hjá Fiskifélaginu voru jákvæðar og með aug-
lýsingu 19- janúar 1978 og borin var í bæinn var boðað til 50
stunda námskeiðs í siglingafræði til 30 tonna réttindaprófs.
Auglýsingunni var fagnað og létu 14 manns skrá sig til þátt-
töku. Tveir heltust úr lestinni þannig að 12 mættu til náms og
prófs: Bjarni Þór Bjarnason, Garðar Haukur Steingrímsson,
Hartmann Hofdal Halldórsson, Jónas Skagfjörð Svavarson, Jón
Helgi Þórsson, Kristján Sævar Einarsson, Rúnar Páll Björns-
son, Sigfús Sigfússon, Stefán Ingi Valdimarsson, Stefán Þor-
kell Friðriksson, Sævar Steingrímsson og Þorvaldur Stein-
grímsson.
Kennari á námskeiðinu var Steingrímur Aðalsteinsson skip-
stjóri og hafnarvörður. Hann tók þessu verkefni með fullri
alvöru eins og nemendurnir tólf og skilaði því með mikilli
prýði. Prófdómarar, þeir Hörður Þorsteinsson og Pétur Ólafs-
son, komu frá Fiskifélagi Islands og lögðu fýrir prófefni og
dæmdu niðurstöður. Allir þátttakendur stóðust prófið með láði
og mörgum þeirra hefur nýst það í atvinnulífinu í meira en tvo
áratugi.
Með námskeiðinu í siglingafræði lauk fjögurra ára starfsemi
Námsflokka Sauðárkróks. Það námskeið taldist svanasöngur
þeirrar starfsemi í tvennum skilningi, síðasta verkefnið og um
leið það veigamesta.
Við stofnun Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki féll þessi starf-
semi af eðlilegum ástæðum undir verksvið hans og telst nú
veigamikill þáttur skólans undir nafninu Farskóli Norðurlands
vestra. Þó að nú um stund syrti í álinn hvað fjármál varðar hjá
skólanum er þess að vænta að verkefni hans og úrlausnir vaxi
með hverju ári sem líður héraðsbúum til menningarauka og
hagsbóta.
í lok október 1996.
124