Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 143
ELDJÁRNSÞÁTTUR
meintrar sjóðþurrðar og eins víst að hann hafi kært séra Egil
af einskærri stríðni við Levetzow og stórbokkaskap. Orlög
Uskálaklerks lágu honum í léttu rúmi.
Hallgrímur Eldjárnsson hlaut hversdagslegra uppeldi en
Egill bróðir hans, en líklega var æska hans þó snöggtum gleði-
ríkari. Hann var með móður sinni framan af en fór frá henni sjö
ára gamall, árið 1730, í fóstur til prófastshjónanna á Hrafna-
gili, Ingibjargar Oddsdóttur og séra Þorsteins Ketilssonar.
Ingibjörg var af hinnu voldugu Svalbarðsætt, dóttir Odds
klausturhaldara digra á Reynistað Jónssonar prófasts í Vatns-
firði Arasonar í Ogri Magnússonar prúða.
íMagnús Jónsson prúði
I
ýín ÍMagnússon i Ögri
I
Sr. Jón í 'Vatnsfirðif 1606 Sr. ‘Eiríkur'Kftiísson í VaHanesi
I I
Oddur Jónsson digri Sr. 'KftiŒ'Eirífsson á SvatBarði
I I
Ingi6jörg Oddsdóttir, f. 1676 ----+--------Sr. 'Porsteinní'Hrafnagdx, f. 1688
Margir af Svalbarðsmönnum voru fræðakerar, auðmenn miklir
og fádæma holdugir. Ingibjörg hefur að líkindum verið vel í
holdum sem faðir hennar og fengið ríkulegan heimanmund.
Þorsteinn átti ekki til stórhöfðingja að telja en naut virðingar
og varð prófastur í Vaðlaþingi aðeins hálffertugur. Hann var að
vísu skólalærður í hófi en þó taldi Lúðvík Harboe hann fremst-
an kennimanna í Hólastifti, bæði að þekkingu og skyldurækni,
og lagði til, árið 1742, að hann yrði Hólabiskup, en Þorsteinn
var óframgjarn og því varð ekkert úr þessum áformum, þótt
hann yrði að vísu officialis um hríð, á milli Harboes og Hall-
dórs Brynjólfssonar.6 Séra Þorsteinn var skáldmæltur og ritaði
margt, þar á meðal Hrafnagilsannál.7 Hann kemur nokkuð við
bókmenntasögu Islands því að hann þýddi fyrstu skáldsögu-
bókina sem kom út á íslensku: Þess svenska Gustav Landkrons og
141