Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 145
ELDJÁRNSÞÁTTUR
up Skúlason orðar það, og skyldu ekki takast til sakramentis
aftur fyrr en þeir sýndu „kristilega yfirbót bæði í friðsemi og
svo í því að rækta betur heilaga samfundi í kristilegri kirkju".11
Jón niður þeirra var líklega áabetrungur.
'Finnhogi 9íadsson íSaurBœ
I
JíaŒur í <Súða mesi, f. náL 1620
I
ÓCafur 7CaHsson
t,
Jón ÓCafsson -------------- + ---------------íÞórvör(EgiCsdottir
\
Sigfus Jónsson,f. 1729
Son eignuðust þau Þórvör og Jón sumarið 1729, Sigfús þann
sem síðar kemur stuttlega við sögu. Sigfús framaðist vel eins
og eldri hálfbræður hans, varð prestur á Höfða í Höfðahverfi í
Eyjafirði og lengi prófastur Suður-Þingeyinga og skörulegur í
því embætti, vel skáldmæltur, „gáfumaður og góðgerðasamur
um efni fram“.12 Það orð lék á að hann væri launfaðir Bólu-
Hjálmars og því trúði Hjálmar sjálfur fastlega.
Hallgrímur Eldjárnsson fór sem fyrr segir frá móður sinni til
prófastsins og maddömunnar holdprúðu á Hrafnagili árið
1730. Líkast til hefur það þá þegar verið ljóst að hann gæti
lært og skyldi læra. Tveim árum síðar, þegar Hallgrímur var
níu ára, tók fóstri hans að kenna honum undirstöðuatriði latín-
unnar. Þar með var ævibraut hans mörkuð, braut skólagöngu
og geistlegs frama, sem hæfði ætterni hans og stétt. Að loknu
stúdentsprófi frá Hólaskóla 1744 varð hann djákni á Munka-
þverá en sigldi til Kaupmannahafnar næsta ár. Þar var hann
skráður í stúdentatölu rétt fyrir jólin 1745, þann 16. desember,
fékk síðan leyfi konungs til að taka embættispróf í guðfræði
þótt hann hefði ekki verið tilskilin tvö ár við háskólann og
lauk því í snatri, þann 21. apríl 1746.13 Hálfum mánuði síðar,
143