Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 148
SKAGFIRÐINGABÓK
‘Magnús Jónsson prúði
Jón Stgurðsson í'Einarsnesi !Bjðm (Maflnússcn.iQia
Siguröur íögmaður Sr. ‘ÞorCnfur í Odáa. + SignðurBjömsdottir Sr.iPifííSelÁnCnl
<Bjðm ‘Þoríeifsson 6isjup
Mikil harðindi urðu í landi á árunum 1695—1701 svo að fjöldi
manna fór um. „Gjörði mannfall og óöld af þjófnaði, svo að
engu var óhætt, og þó fé væri haft í baðstofum náðu þjófar því
... og gjörði húsfylli á bæjum af farandi mönnum hverja nótt,
og var allt étið, sem tönn festi á, hrossakjöt, er þá þótti ókvæði,
og svo hrafnar", og „margt varð úti og vanmegnaðist milli
bæja af hungri".17
I flokki förulýðsins í Skagafirði sumarið 1702 var hálfþrítug
kona, Ingiríður nokkur Ingimundardóttir frá Marbæli, „af
góðu almúgafólki".18 Við hlið hennar gekk á stundum hvít-
skeggjaður öldungur og studdist við staf, mikill vexti og áður
rammur að afli en sjóndapur orðinn, heyrnardaufur og lotinn.
Ókunnugir töldu víst að hann væri faðir ungu konunnar eða
afi. Þeir sem til þekktu vissu hins vegar að hann var ástmaður
hennar. Þótt samband þeirra væri af ýmsum haldið hneykslan-
legt má trúa því að þessar einkennilegu persónur hafi horft
nokkru djarflegar framan í megandi menn en flestir aðrir í
tötraskaranum.
Svo segir í Mælifellsannál að sumarið 1702 „kom út á Hofs-
ós sá nafnfrægi Árni Magnússon „að athuga ásigkomulag ís-
lendinga".19 Ur Hofsós hélt hann rakleiðis til Hóla að heim-
sækja sinn vin Björn biskup, „Monfrére" eins og hann ávarpaði
hann í bréfum, að skoða hjá honum handrit og skeggræða fræði
forn og ný.20 Björn hafði útvegað honum ýmis handrit og það
höfðu fleiri gert í Skagafirði, þar á meðal öldungurinn hvít-
skeggjaði, sem hafði skrifast á við arkívsekreterann og beðið
hann ásjár í þrengingum sínum.21 „Málvinur konúngsins, borð-
146