Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 153
ELDJÁRNSÞÁTTUR
Jón var tvíkvæntur og átti að sögn 20 börn, 8 með fyrri kon-
unni og 12 með þeirri seinni. Seinni konan er fyrr úr sögunni
og skal því nefnd til hennar fyrr. Guðfmna hét hún Jónsdóttir
bónda og snikkara á Krossi Jónssonar, fædd 1715 og giftist
séra Jóni 1737. A meðal barna þeirra voru séra Þórður á Völl-
um, faðir Páls Melsteðs amtmanns, og séra Jón á Myrká, og
koma báðir til sögunnar síðar.
JónJónsson sni^ari á 'Krossi
I
Quófinna Jónsdóltir, f. 1715 -----+--------Sr. Jón JfaŒdórsson
Sr. <Þórðurá 'VötTum Sr. Jón á tMyi%á
. I
CVáŒtMeCsteð
Fyrri kona séra Jóns var Helga Rafnsdóttir frá Arnarnesi við
Eyjafjörð, dóttir Rafns bónda þar Þorkelssonar og Ólafar konu
hans Jónsdóttur prests í Stærra-Árskógi Guðmundssonar, en
Jón sá var sannkallaður fjöllistamaður: skáld og fræðimaður,
læknir góður, handritaskrifari og málari.
<ÞoifyŒJónsson s^áídá VögCum Sr. Jón Quðmundsson íStarra-frs^pgi
‘Hgfit í J4marnesi,f um 1669 --------+ --------Óíöf Jónsdottir iflmamesi, f. 1673
I
Jfeíga 'Rgfnsdöttir á Tjöm
Helga fæddist 1701, giftist séra Jóni 1721, átti sem fyrr segir
með honum átta börn og dó 3. nóvember 1731. Átta börn á tíu
árum og dauð þrítug, slíkt var hlutskipti hennar, líkt og ótal
margra annarra formæðra okkar. Á meðal barnanna átta voru
Halldór dómkirkjuprestur á Hólum, sem síðar kemur stutt við
sögu, Helga langamma Gríms Thomsens og Ólöf.
151