Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 155
ELDJÁRNSÞÁTTUR
3. Af Hallgrmi og Ólöfu
Hallgrímur og Ólöf hófu búskap í Kristnesi af litlum efnum
sumarið eða haustið 1747 en ekki verður betur séð en þeim
hafi fljótlega búnast nokkuð. Hallgrímur var embættislaus til
að byrja með en af sjálfu leiðir að ekki dróst lengi að svo lærður
maður og göfugur að ætt og fóstri hlyti mannvirðingar. Hann
varð aðstoðarprestur fóstra síns í janúar 1748 og var jafnframt
skipaður honum til aðstoðar í prófastsverkum og var þar með
þegar kominn í heldri klerka röð. Þrem árum síðar, 1751, fékk
hann Bægisá, eða „Bæsá“ eins og staðurinn hét þá, og 1753
varð hann fullkominn prófastur, þrítugur að aldri. Upp af bæn-
um gekk djúpt og dökkbrýnt Bæjargilið upp á Bægisárdal,
austur upp af honum Tröllafjall, Bægisárjökull til suðurs. Nið-
ur undan féll Öxnadalsáin út í Hörgá, en í suðvestri gnæfði
Hraundrangur yfir Miðhálsinn. Liðlega hálfri öld síðar vappaði
niður hans einn um hlöð litlu ofar í dalnum og átti eftir að gera
sér þessar slóðir að yrkisefnum, svo voldugum að þau breyttu
örlögum þjóðar.
Séra Hallgrímur virðist hafa notið sérlegrar gúnstar stiftsyf-
irvaldanna og átti þess tvívegis kost að velja úr prestaköllum.
Lágu áreiðanlega til þess margar orsakir, meðal annars þær að
hann var yfirvöldunum hollur þjónn og reyndist auk þess bæði
skörulegur og samviskusamur embættismaður. Þegar herra
Halldór Brynjólfsson burtkallaðist, árið 1752, og ljóst varð að
Gísli Magnússon myndi verða næsti biskup á Hólum, vænkað-
ist enn aðstaða Hallgríms því að þeir Gísli voru talsvert tengd-
ir: Guðrún móðir herra Gísla var Oddsdóttir hins digra og því
systir Ingibjargar fóstru Hallgríms.
Þorsteinn fóstri Hallgríms lést haustið 1754 og fékk Hall-
grímur þá veitingu fyrir Hrafnagili, líklega óumbeðið, en kaus
þó að vera áfram á Bægisá og eftirláta Hrafnagil aðstoðarpresti
Þorsteins, Erlendi Jónssyni, síðar prófasti. Hefur hann með
þessu viljað sýna Gísla Magnússyni hollustu, því að Erlendur
153