Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 158
SKAGFIRÐINGABÓK
ur, en Hallgrími mislíkuðu þessi úrslir, eins og getur að lesa í
bréfum hans til Magnúsar Gíslasonar amtmanns.42 Allt leiddi
þetta vísast til þess að Gísli biskup taldi sig eiga Hallgrími
nokkra skuld að gjalda og lagði kapp á að styðja hann til þess
að fá hvort sem væri Laufás eða sjálfan Grenjaðarstað.
Hallgrímur var afkastamikið skáld, orti margs konar sálma
en líka „Tíðavísur" og ýmis kvæði, svo sem „Dúðadurtskvæði",
„Grýlukvæði“, ævikvæði sitt og mörg erfíljóð og minningar-
kvæði, t.d. „Vökulúður“, sem prentað var í útfararminningu
Magnúsar Gíslasonar amtmanns. Margt af kveðskap hans er ort
af íþrótt enda var Hallgrímur talinn í röð fremstu skálda á
sinni tíð. Öll er sú kveðandi þó löngu gleymd og rykfellur nú í
kjöllurum og geymsluloftum safna. Hallgrímur var enginn
nýjungamaður í ijóðagerð, hreintrúarmaður eins og vera bar á
hans dögum og nokkuð vandlætingarsamur. Skáldskapur hans
og hugmyndir voru því lítt að skapi skeytingarminni manna
en lausungarmeiri á síðari og breytnari tímum. Tilviljanir og
tíska ráða víst talsverðu um það hvað telst mikill skáldskapur
og hvað ekki.
Einn af þeim heimsósómum sem Hallgrímur predikaði gegn
var hrossakjötsát, meðal annars í 120 erinda bálki sem hann
nefndi „Tröllaslag" og vakti aðdáun ýmissa samtíðarmanna
hans. I þeim hópi var séra Jón Bjarnason á Ballará sem í hrifn-
ingu sinni orti: „Tröllaslagur furðufagur fræðing ber, bót mæl-
andi engin er, allflestum sem tryppin sker“ o.s.frv. En Hall-
grímur orti ekki aðeins á móti nytjum af hrossakjöti. I harð-
indunum um miðjan 6. áratug aldarinnar hafði fátæklingur
einn í sóknum hans, segir Hannes Þorsteinsson, „aflað sér
nokkurs vetrarforða af hrossakjöti handa sér og börnum sínum
og fannst þetta hjá honum er hreppstjórar skoðuðu matbjörg
hans að skipun prófasts, og varð bóndi að lýsa því skriflega yfir
'að hann hefði ætlað sér og börnum sínum þetta hrossakjöt.
Ritaði þá prófastur sóknarbændum sínum öllum og spurði þá
hvort þeir hneyksluðust á þessu eða ekki og svöruðu allir því
156