Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 159
ELDJÁRNSÞÁTTUR
játandi að þetta væri stórhneyksli. Skýrði prófastur svo biskupi
frá að hann hefði skipað þessari hrossakjötsætu að biðja söfnuð-
inn opinberlega fyrirgefningar og lofa að leggja sér þetta óæti
ekki til munns nema í bersýnilegri dauðans neyð“.43 Bóndinn
hlýddi þessu boði að sjálfsögðu í auðmýkt, enda hafði prófastur
yfxr nægum hlýðnimeðulum að ráða, þótt reyndar sé óvíst hvort
gapastokkur var þá þegar kominn við kirkjudyr á Bægisá.
Hér gekk Hallgrímur fram af þeim skörungsskap sem sómdi
vörslumanni guðsótta og góðra siða og hlaut enda lof fyrir og
vísa velþóknun yfirboðara sinna.44 Hitt er annað að margir þeir
sem nú eru moldu ofar telja sig þess umkomna að lítilsvirða
það í siðum og trú forfeðranna sem í einhverju víkur frá þeirra
eigin hátt og hugsun. Hallgrími fór sem beturvitendum allra
tíma, þar á meðal þeim sem síðar hafa dæmt hann. Hann áleit
alveg efunarlaust að hann hefði rétt fyrir sér og að hann breytti
rétt. Slíkir menn eru gjarnan í miklu afhaldi samtíðar sinnar en
minni metum síðar.
Nú víkur sögunni aftur til þess þegar þau giftust haustið
1747, Hallgrímur og Ólöf Jónsdóttir frá Völlum. Þau fylgdu
boði ritningarinnar og eignuðust tvíbura tíu mánuðum eftir
giftinguna og síðan hvert barnið af öðru. Börnin voru þessi:45
a) Eldjárn, fæddur 28. ágúst 1748 í Kristnesi; sá sem fyrstur
var nefndur til þessarar sögu og enn verður frá sagt.
b) Snjólaug, stundum nefnd Snjálaug eða Snælaug, fædd 28.
ágúst 1748 í Kristnesi, dáin 16. júní 1814, húsfreyja á
Grenjaðarstað og víðar. Maður hennar var séra Hannes
Lárusson Scheving. A meðal barna þeirra var Hallgrímur
yfirkennari við lærða skólann í Reykjavík, doktor og
skáld.
c) Jón, fæddur 23. október 1749 í Kristnesi, dáinn í júlí
1815, prestur á Þingmúla, maður „seingáfaður" en iðinn.
d) Þorsteinn, fæddur í september 1750, grafinn 25. júlí
1751.
157