Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 168
SKAGFIRÐINGABÓK
húsi með öðru ónefndu."62 Eftir að hún varð ekkja fékk hún
Reynistaðarklaustur en varð fyrir miklu tjóni þegar staðurinn
brann og brást þá stórhöfðinglega við örlögum sínum.
Löngum voru biskupsembættin ekki aðeins hin virðuleg-
ustu í landinu heldur líka langtekjumest. Óhagstæð verslunar-
kjör og langvarandi harðindi á 18. öld, ekki síst á 6. áratugnum,
gengu hins vegar svo nærri eigum og tekjum biskupsstólanna
að leitun var orðin á mönnum sem fysti að gegna þessum
mestu embættum landsins. Eftir andlát Halldórs Brynjólfssonar
varð því bið á að heppilegur maður fyndist til þess að taka við
Hólastað. Loks fór þó svo, 1754, að Gísli Magnússon prófastur
á Staðastað var skikkaður til þess af konungi, nauðugur. Þann
4. ágúst 1755, mánuði áður en hann tók við staðnum, skrifaði
biskupinn nýi Magnúsi Gíslasyni amtmanni frá Staðastað: „Eg
vildi vinna til að sitja hér í nokkurn tíma upp á vatn og brauð
alleina og vera laus við Hóla í því standi sem þeir eru nú.“63
Skólinn var í síst betra ásigkomulagi en stóllinn að öðru
leyti. I öðru bréfi, skrifuðu þann 29- september 1756, segir
Gísli biskup að kennslustofan sé „bæði of þröng og dimm og
rakinn svo geysimikill að vatnið, sem streymir eftir öllum þilj-
um og myndast neðan á loftinu, drýpur niður á fólk og bækur
svo að klæði kennara og pilta rotna og skemmast. Allur þessi
saggi er beint heilsuspillandi og ekki síst þungbær piltum er
þeir verða að fara úr kennslustofunni út í ískalda dómkirkjuna
eða eitthvað annað. Svefnherbergin eru gisin og halda hvorki
úti regni, snjó eða frosti. Vantar í þau þiljur að innan og lokuð
hvílurúm og eru þau yfirleitt svo að sæmilegur bóndamaður
myndi naumast vilja nota þau fyrir hesthús. Auk þess vantar
alls staðar í rúm fiðursængur og fiðurkodda, handklæði,
rekkjuvoðir í rúm kennaranna, svo og léreftsver á koddana og
allt eftir því ... “M
Fyrir atbeina Jóns Thorchilliusar og áeggjan Harboes sendi-
biskups var komið á nýskipan skólahalds á biskupsstólunum
með miklum lagabálki árið 1743. Skyldu skólasveinar á
166