Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 176
SKAGFIRÐIN G ABÓK
rólfær síðustu sex æviár sín.85 Honum veitti því ekki af knáum
þénustumönnum.
Þórvör amma Eldjárns andaðist sem fyrr segir á Grenjaðar-
stað 1776 og þrem árum síðar létust þeir aðrir sem næstir hon-
um stóðu: Hallgrímur faðir hans, Jón afi hans á Völlum og
Gísli biskup. Þetta voru mikil umskipti og bar brátt að því að
allir þrír dóu á rétt rúmum mánuði, Gísli þann 8. mars, Jón
gamli „æðisgengni" og „frá sér numdi“ 6. apríl og Hallgrímur
sex dögum síðar, 12. apríl.
Um vorið fór Eldjárn að líkindum austur í Þingeyjarsýslu að
vera við jarðsetningu föður síns. Frá búskiptum hefur þó ekki
verið gengið fyrr en haustið 1780, þegar Grenjaðarstaður var
afhentur eftirmanni séra Hallgríms, Einari Thorlaciusi. Af-
hendingin var með öllu hnökralaus, eftir því sem séð verður.86
Höfðu þeir hana með höndum, Þorsteinn bróðir Eldjárns og
Hannes Scheving mágur þeirra, enda hafði Hannes verið
tengdasonur og aðstoðarmaður séra Hallgríms frá 1775 og
Þorsteinn djákni á Grenjaðarstað frá 1779- Hannes var mikill
búhöldur, verklaginn og hagsýnn, og það er næsta víst að
staðurinn hefur verið í prýðilegu standi í höndum hans og
Hallgríms. Þrátt fyrir það hefur líkast til ekki verið mikill
auður í garði Hallgríms eftir þann usla sem fjárkláðinn olli.
Víst er að Eldjárn hafði ekki að neinu erfðagóssi í Þingeyjar-
þingi að hverfa heldur bjó hann áfram í Skagafirði. Hólavist
hans var nú hins vegar lokið.
7. Á Hofi
Það bar til stórtíðinda haustið 1780 að Reynistaðarbræður
urðu úti á Kili með fé því sem þeir höfðu keypt á Suðurlandi,
til viðreisnar kúgildum staðarins eftir fjárkláðann. Foreldrum
þeirra féll þungt að lík þeirra fundust ekki og því var það að
þau leituðu eftir aðstoð „sjáanda“ nokkurs af Suðurlandi ef vera
mætti að hann kæmist að því hvar líkin væru niðurkomin.
174