Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 178
SKAGFIRÐINGABÓK
Eldjárn var lengi vistum á Hofi Höfðaströnd eins og marka
má af því sem Sigfús föðurbróðir hans í Höfða segir um hann í
Tíðarvísum sínum við árið 1787.90
Eldjárn frændi ofurgaf
Ingibjörgu á Hofi seint
hann er kvændur hinni af
hafði í mörgu tryggðir reynt.
Sighvatur Grímsson túlkar vísu Sigfúsar svo að Eldjárn væri
„lengi á Hofi á Höfðaströnd hjá Ingibjörgu dóttur Ólafs Jóns-
sonar bryta, í miklu uppáhaldi" og Hannes Þorsteinsson giskar
á að þau hafi verið trúlofuð.91
Hof á Höfðaströnd var 80 hundruð að fornu mati, fjórgild á
við meðaljörð og ein mesta jörð í Skagafirði. Það er því merki-
legt og óvenjulegt að Ingibjörg bjó þar lengi ógift og stóð fyrir
búi, fyrst ein en síðan með syni sínum, Sigurði Jónssyni, til
1804; var þá orðin hálfáttræð, f. um 1729- Hún var ein af
sautján alsystkinum, svo að ekki kom henni auður úr föður-
garði. Þeim mæðginum búnaðist þó, sem marka má af því að
Sigurður gat keypt jörðina Á í Unadal, 30 hundruð að fornu
mati, þegar eignir Hólastóls voru boðnar upp 1802.92 Má vera
að Ingibjörgu hafi brugðið til föður síns um skaplyndi og skör-
ungsskap; hann var „gildlegur maður“ og „mikill fyrir sér og
svakasamur".93 Ætterni Ingibjargar, fremur en skapsmunir,
hefur þó ráðið því að hún fékk Hof til ábúðar.
í manntalinu 1762 kemur fram að Ingibjörg Ólafsdóttir var
þá húskona á Hofi, en búendur þar voru þá séra Eyjólfur Sig-
urðsson og kona hans, og koma brátt til sögunnar. Tveim árum
síðar vék séra Eyjólfur af jörðinni fyrir Jóni Snorrasyni sýslu-
manni, sem þá fluttist frá Stóru-Ökrum. Ingibjörg gerðist nú
ráðskona hjá Jóni sýslumanni og Guðrúnu konu hans, Skúla-
dóttur fógeta Magnússonar, en þeim varð „ei mjög búsælt" á
Hofi og hafði „Guðrún lítið atlæti"; var Jón „drykkjumaður
176