Skagfirðingabók - 01.01.2002, Síða 180
SKAGFIRÐINGABÓK
ar og stjúpbarna, ósmáum; lét m.a. lesa upp lögfestu sína á
Hofi á manntalsþingi þar þann 2. júní 1755.98 - Reyndar var
Ingibjörg Ólafsdóttir líka „náfrænka" Þórunnar konu hans,
eins og enn verður sagt.
Eldjárn var ekki eini stúdentinn sem Ingibjörg á Hofi dróst
að. Þegar hún var hálffertug að aldri komst hún í náin kynni
við tvítugan nýstúdent úr Hólaskóla og eignaðist með honum
son sinn áðurnefndan, Sigurð Jónsson, f. um 1765. Stúdentinn
ungi var Jón Jónsson frá Löngumýri, sem nokkrum árum síðar
eignaðist annan son í lausaleik, Jón ríka á Brúnastöðum. Jón
stúdent hefur líklega verið Jóni sýslumanni Snorrasyni til að-
stoðar á Hofi veturinn eftir að hann lauk prófi, 1764—65, og
Ingibjörg lét sér annt um piltinn. Síðar lauk hann bæði
bakkalárusprófi í heimspeki og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla
og er líklega sá Jón Jónsson sem gerðist skólakennari í Krist-
janíu í Noregi. Að öðru leyti er allt á huldu um örlög þessa
kvenholla gáfumanns.99
Jón stúdent hvarf sem sagt úr lífi ráðskonunnar á Hofi, til
annarra kvenna og á vit annarra örlaga, nöturlega nafnlaus í
fremd sinni. Ugglaust myndu nú fleiri Jón Jónsson frá Löngu-
mýri hefði hann orðið „Jón Jónsson bóndi á Hofi“ en ekki „Jón
Jónsson lögfræðingur og skólakennari í Kristjaníu“.
Ingibjörg Ólafsdóttir var enginn aukvisi. Hún bjó á ein-
hverri mestu jörð í Skagafirði, var „einstæð móðir“ og tók auk
þess að sér systurson sinn, Jónas Jónsson, f. 1773, ól hann upp
og kom til mennta. Jónas varð síðar prestur í Nesi í Aðaldal, á
Höfða í Höfðahverfi og loks í Reykholti í Borgarfirði. Hann
var faðir Þórðar háyfirdómara, eins áhrifamesta embættismanns
landsins um miðbik 19- aldar.
Um Ingibjörgu á Hofi segir Espólín: „Átti barn ... keypti mey-
dóm“.100 Þessu orðalagi, „keypti meydóm", bregður víðar fyrir
hjá Espólín og lærisveini hans, Gísla Konráðssyni; karlaleg
drýldni yfir svolítið groddalegri en aðeins hálfsagðri gróusögu
178