Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 186
SKAGFIRÐINGABÓK
SUingrimur'Magmisson + guSCaug •Þorstetnsdottir
•ÞorsUinn Steingrimsson guðnin Steingimsdóttir
Crm. i Tramnr.n. d. 16S5 + Sr. 'Jón Þorgeirsson á ‘HjaCtabaíí&g
Jón Crm. í TLyftiCdarfioCti
+ At«'nunn Suingrimsd
ÓCafuríryti
Ingiéjðrg á yfofi
| -----------------------------------
guirún ‘Þonuinsdottir
+ 'Magnús Jórtsson
guSrún frá CjótsstöSum + Sr. <PálCJónsson
guSrún tPáCsdóttir
+Sr. 'EyjóCfurá <BrúarCandi
1
Suinn BisCup Jónsson
I I
Jórunn JfeCga
I | *
•Þórunn ScCevtng Sr. Jón Vidadn
+ Sr. Jón SUingrimsson i Caufási
Dætur Guðrúnar og séra Eyjólfs á Brúarlandi sem á legg
komust, auk Kristrúnar, voru Ingunn, f. 1753, og Kristín, f.
1757. Kristín Eyjólfsdóttir átti bónda í sveitinni, Þórð Grím-
ólfsson á Kambi í Deildardal. Maður Ingunnar var séra Benja-
mín Jónsson, aðstoðarprestur og síðar eftirmaður séra Eyjólfs,
„haldinn einna gildastur til þreks skólamanna sér samtíðis,
gæfur og mjúkur í skapi, en ræðumaður x meðallagi, meðal-
maður á vöxt, fullkominn og þreklegur“;ni á meðal barna
þeirra Ingunnar var Jón yngri, verslunarmaður í Hofsós og
Reykjavík og fyrsti lögregluþjónninn á Islandi.
Eins og jafnan í hallærum jukust gripdeildir í móðuharðind-
unum og það svo að kalla mátti að styrjöld ríkti í landinu á
milli þeirra sem áttu og hinna sem sultu; má lesa mörg dæmi
um það í dómabókum að hinir sveltandi voru svo „frá sér
numdir" að þeir stálu nánast fyrir augum hinna megandi, í
fullkominni vissu þess að þeir yrðu snarlega dæmdir í ævilanga
þrælkun eða jafnvel frá lífinu. Kristín og Þórður á Kambi lentu
í þeirri ógæfu að nágranni þeirra, Jón Jónsson á Grindum, bar
á þau sauðaþjófnað. Málið var tekið fyrir á manntalsþingi á
Hofí þann 10. júní 1785 en upplýstist ekki og féll því niður
án dóms.112 Þrátt fyrir þessi úrslit lagðist þjófnaðarorð á Þórð
og raunar á ýmsa niðja hans.113 Eldjárn var hagorður eins og
184