Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 188
SKAGFIRÐINGABÓK
í innstöðu í hverri hendingu. Þrautina tekst Eldjárni ekki að
leysa nema með því móti að horfa fram hjá mismun breiðra og
grannra sérhljóða, þar á meðal ypsilons og einfalds í og i. En
þrátt fyrir þennan hnökra er vísan ort af íþrótt og ekki á allra
færi að leika þessa stuðlaþraut eftir.
10. Börn og barningur
Næstu þrjátíu árin eftir móðuharðindin voru tímar gríðarlegra
breytinga og byltinga. Bandaríki Norður-Ameríku fetuðu
fyrstu skrefin sem sjálfstætt ríki, stjórnarbyltingin mikla varð í
Frakklandi og Napóleon Bónaparte náði þar síðan völdum,
linnulítill ófriður geisaði í Evrópu allt til 1815 og jafnframt
var iðnbyltingin sem óðast að breyta ásýnd borga og högum
fólks í álfunni vestanverðri. Á Islandi bar það m.a. til tíðinda
að einokunarverslunin var aflögð 1787, biskupsstólarnir og
skólarnir í Skálholti og á Hólum voru lagðir niður og sömu-
leiðis alþingi en landsyfirréttur settur í Reykjavík og einnig
biskupsstóll og Hólavallaskóli. Old Stefánunga mátti þessi
tími kallast, að undanskildum örfáum einkennilegum vikum
sumarið 1809, þegar Jörgen Jörgensen gerði byltingu í land-
inu.
í Skagafirði bar það til veturinn 1785 að meistari Hálfdan
andaðist, aðeins 53 ára að aldri og þó þrotinn að kröftum eftir
stranga og merka starfsævi. Líkast til hefur Eldjárn verið á
Hólum við útför þessa fyrrverandi kennara síns og samstarfs-
manns. Haustið 1786 hvarf séra Oddur Gíslason á Miklabæ
með sviplegum hætti, sem frægt varð. Oddur var mágur Hálf-
danar, sonur Gísla Magnússonar biskups, og því bæði kunnug-
ur og með vissum hætti tengdur Eldjárni. Vorið 1787 burt-
kallaðist svo Árni biskup Þórarinsson og síðsumars 1788 tók
eftirmaður hans við Hólastað, Sigurður Stefánsson, eldri skóla-
bróðir Eldjárns fyrrnefndur. Sigurður var samfeðra hálfbróðir
Ólafs stiftamtmanns, góðviljaður maður en heilsuveill og eng-
186