Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 192
SKAGFIRÐINGABÓK
alltaf augljósar skýringar á því. Sumir hafa næmari tilfinningu
en aðrir fyrir fé og fjárbúskap. Vera má að Eldjárn hafi verið
dugandi, eins og lýsingar á honum benda til, en óheppinn eða
ólaginn. Eins getur náttúrlega komið til greina að Kristrún
hafí verið lítil búkona. Það sagði fljótt til sín ef ekki var gætt
ráðdeildar innanstokks. Ekki er heldur að vita nema heilsu-
brestur annars hvors hjónanna hafi valdið, til dæmis getur ver-
ið að ólukkans þunglyndið hafi náð tökum á Eldjárni, eins og
Agli föðurbróður hans áður. Hitt virðist þó reyndar líklegra,
sem síðar getur, að Eldjárni hafí þrotið þróttur með aldri.
Hver sem skýringin á fátækt Eldjárns kann að vera er hitt
víst að það eru ýkjur að hann hafi „jafnan“ verið fátækur. Þann
27. apríl byltingarárið 1789 seldi hann Guðmundi nokkrum
Jónssyni Hól, 20 hundraða jörð „innan Skagafjarðar sýslu“ (lík-
lega í Tungusveit) fyrir 80 ríkisdali, og hefur þá verið vel fjáð-
ur um sinn.126 Líkast til hefur sæmilegur fjárhagur rífkað fyrir
því að hann fékk svo ágæta jörð sem Enni til ábúðar, þótt það
hafi áreiðanlega ekki heldur spillt fyrir honum að Sigurður
Stefánsson biskup var skólabróðir hans.
Framan af búskaparárum sínum var Eldjárn í tölu fyrir-
bænda og það er eitt með öðru sem bendir til þess að honum
hafi þá búnast allvel. Hann varð einn af þremur stefnuvottum í
Hofshreppi 1797 og var vottur á manntalsþingum á Hofi
1793—98.127 Fyrstu tvö árin er hann aftastur og næstaftastur
vottanna, þokast síðan upp í miðjan hópinn en hverfur svo
óforvarandis úr þessum góðbændaflokki.
Þegar jarðir Hólastóls voru seldar 1802 var Eldjárn einn af
mörgum leiguliðum sem festu kaup á ábýlisjörð sinni, enda
fylgdu þeim kaupum ýmis forréttindi: Afgjöld jarðarinnar
féllu að sjálfsögðu niður um leið og hún hafði verið slegin
leiguliðanum, hann fékk þriggja ára greiðslufrest á öllu jarðar-
verðinu og þurfti aðeins að greiða sjöttung jarðarverðsins að
þeim fresti liðnum, fékk auk þess vissa eftirgjöf á vöxtum af
jarðarverðinu og sex ára skattfrelsi af jörðinni.128
190