Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 193
ELDJÁRNSÞÁTTUR
Nú vildi svo illa til að næstu ár eftir að Eldjárn keypti Enni,
1802—1807, urðu mikil harðindaár og það hefur áreiðanlega
verið á þessum árum að fjárhagur hans laskaðist til muna. Svo
mikið er víst að hann varð að ganga frá kaupunum á Enni,
greiddi að vísu þriðjung jarðarverðsins, tæplega 86 ríkisdali,
árið 1806 en fluttist sama ár að Háleggsstöðum í Deildardal og
seldi Enni.129 Kaupandinn var næsti bóndi í Enni á eftir Eld-
járni, Jón Þorvaldsson (prests í Hvammi í Laxárdal Jónssonar).
Synir Jóns, Pétur og Sveinn, gengu skömmu síðar inn í þessi
jarðarkaup föður síns.130 Pétur bjó síðan í Enni og á Óslandi og
Sveinn bróðir hans í Enni í Viðvíkursveit, báðir í fyrirbænda
tölu. Sveins verður síðar getið.
Kúgildið og jarðarhundraðið jafngiltu löngum 4 ríkisdölum
og var svo t.d. enn þegar Eldjárn seldi Hól árið 1789- Eldjárn
átti hins vegar að gjalda tæpa 7 ríkisdali fyrir hvert hundrað í
Enni, alls 270 rd. fyrir 40 hundruð. En þótt þarna sé um veru-
lega hækkun að ræða voru þetta í rauninni vildarkjör, enda var
það stefna stjórnarinnar að sem flestir leiguliðar gætu keypt
ábýlisjarðir sínar ef það mætti verða til þess að sjálfseignar-
bændum fjölgaði. I eðlilegum viðskiptum má ætla að jarðar-
hundraðið hefði verið metið á a.m.k.lO rd. um þessar mundir
og orsakaðist þessi mikla verðhækkun af verðbólgunni sem
Evrópuófriðurinn hafði hrundið af stað.
Eftir sölu stólsjarðanna hækkaði verðlag áfram hröðum
skrefum og því er ólíklegt að Eldjárn hafi beinlínis tapað á
kaupunum á Enni. Verðlagsþróunin hefði þvert á móti átt að
auðvelda honum að komast yfir jörðina en það kom fyrir ekki,
enda bendir ýmislegt til að hann hafi verið kominn í veruleg
vandræði þegar hann gafst upp á kaupunum, 1806.
Búferlin sjálf eru gleggsta vísbendingin um þetta: Háleggs-
staðir voru 10 hundraða kot. Húsakynnin voru líklega í sam-
ræmi við jarðarstærðina og umskiptin því að öllu leyti mikil
læging fyrir Eldjárn og Kristrúnu. I upphafi búskapar síns
töldust þau til höfðingja og síðan lengi til betri bænda. Það
191