Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 199
ELDJÁRNSÞÁTTUR
sýslumanni, og komst þar í náin kynni við Magnús Sveinsson
frá Enni í Viðvíkursveit. Hann var níu árum eldri en hún,
fæddur í Enni 27. apríl 1828, og hafði verið kvæntur maður en
misst bæði konu og fjögur ung börn. Lærður smiður var hann
en festi hvergi yndi, var vinnu- og lausamaður víða í Skaga-
firði, auknefndur „halti“ af líkamslýti sínu.139 Magnús átti til
góðra að telja, sem kallað var, sonur Solveigar Magnúsdóttur
(hreppstjóra og hanskamakara á Tjörnum í Sléttuhlíð Magnús-
sonar) og manns hennar, Sveins bónda í Enni í Viðvíkursveit
Jónssonar bónda í Enni á Höfðaströnd Þorvaldssonar, þess sem
áður er nefndur og gekk inn í kaup Eldjárns á Enni. Barnabörn
þeirra Ennisbænda, Eldjárns og Jóns Þorvaldssonar, blönduðu
nú blóði, eignuðust saman soninn Svein.
Se 'ÞorvaCdur Jónsson íjívammi
I
tídjámjfadgnmsson Jón‘ÞorvaUsson (Magnús fmnsHamakari
I „ I I
Jón ‘Etrfjámsson i CjrafarseS. Sveinn Jónsson - + -- SoCveig'Magnúsdóltir
I. I
CjuÓrún Jónsdottir---------+--------Magnús Sveinsson „CaCti'
Sveinn CMagnússon
Jón Eldjárnsson (d. 1873) og kona hans, Dóróthea Jónsdótt-
ir (d. 1871), höfðu lengi búið smátt í Grafarseli í Deildardal en
voru nú í húsmennsku á Skuggabjörgum í Deildardal, næsta
bæ utan við Háleggsstaði. Af einhverjum ástæðum mátti Guð-
rún eða vildi ekki ala barn sitt á sýslumannssetrinu og leitaði
því skjóis í skoti foreldra sinna og fæddi þar son sinn, þann 7.
janúar 1866. Drengurinn hlaut nafn föðurföður síns og hefur
Guðrún því viljað eiga smiðinn halta en af því varð þó ekki,
þau fóru í vinnumennsku hvort í sína áttina og dóu bæði
heilsulausir sveitarómagar, Magnús 18. september 1878 í
Brimnesi í Viðvíkursveit og Guðrún 13. desember 1886 á
Þönglaskála á Höfðaströnd.140
197