Skagfirðingabók - 01.01.2002, Side 208
SKAGFIRÐINGABÓK
2a Stefán Sveinsson, f. 27. ágúst 1792 í Svínámesi á Látra-
strönd, óvíst um dánardag; hann var ómagi á Grýtubakkahreppi
frá fæðingu fram á fullorðinsár og fékk misjafnt orð, fór frá Sandi
í Aðaldal 1821 austur að Hofteigi í Jökuldal, þar sem móðir hans
var í vist hjá séra Sigfúsi Finnssyni, en ekki er vitað hvað um hann
varð eftir það; fékk þann vitnisburð séra Sigfúsar að hann væri
„trúr, greindur". Barnsmóðir hans, skömmu eftir að hann fór
austur að Hofteigi, var Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 1794 á
Hamri í Laxárdal, vinnukona á Sandi. For.: Guðrún Ingimund-
ardóttir húsmóðir og m.h. Guðmundur Kolbeinsson bóndi á
Hamri, kallaður „böddi“ (Laxdælir, 63). Sonur þeirra: a) Kristján.
3a Kristján Stefánsson „pari“, f. 29- maí 1821 á Sandi, d. 18.
júlí 1887, vinnumaður í Reykjahlíð 1845 og síðan víða í Aðaldal,
bóndi í Grímshúsum í Aðaldal og á Stóru-Reykjum. K.: 28. ágúst
1844, Jóhanna Jónsdóttir, f. 11. september 1823 í Kasthvammi
í Laxárdal, d. 13. maí 1913, húsmóðir. For.: Guðný Ásgrímsdóttir
vinnukona í Kasthvammi í Laxárdal og síðar húsmóðir í Hólsseli í
Köldukinn og (óg.) Jón Ásmundsson bóndi í Kasthvammi
(Laxdælir, 20—21). Börn þeirra voru a.m.k. 11 og afkomendur fjöl-
margir í Þingeyjarþingi, þar á meðal sérlega margir góðir verk-
menn, svo sem synir þeirra, Pétur í Helgugerði, Jón á Hösk-
uldsstöðum og Kristján á Knútsstöðum.
2b Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 16. júlí 1797 á Jarlsstöðum í Höfða-
hverfi, d. 4. september 1882, húsmóðir á Sundi í Höfðahverfi; var
með foreldrum sínum í Laufási 1801, fór vinnukona að Sandi í
Aðaldal 1817 og var þar samtíða móður sinni til 1820, fór síðan
aftur á æskustöðvar sínar, merk dugnaðarkona og bjó í um hálfa
öld í Sundi. M.l: 16. ágúst 1824, Sveinn Jónsson, f. 11. febrúar
1799 á Hjalla á Látraströnd, d. 1. mars 1845, bóndi í Sundi.
For.: Guðrún Bjarnadóttir húsmóðir og m.h. Jón Sveinsson bóndi
í Miðgerði í Dalsmynni. Börn þeirra: a) Eldjárn, b) Guðrún, c)
Jón, d) Rósa, e) Sigurbjörn, 0 Solveig, g) Margrét, h) Baldvin,
i) Halldór. M. 2.: 6. október 1846, Páll Bergsson, f. 1802, d. 10.
janúar 1863 í Sundi, bóndi í Sundi 1846-63. For.: Guðfmna
Þorkelsdóttir húsmóðir og m.h. Bergur bóndi á Seljahlíð í
Möðruvallasókn 1801 og á Syðra-Gili í Hrafnagilssókn 1816
206