Orð og tunga - 01.06.2017, Page 9
Formáli ritstjóra ix
þær nýtist sem best í slíkar rannsóknir. Þetta ræða þeir Anton
Karl Ingason og Einar Freyr Sigurðsson í grein sinni um tegundir
ópersónulegrar þolmyndar þar sem spurningin snýst um það hvort
gerandi er nefnd ur eða ekki í svonefndum af-lið sem gæti fylgt (það var
hvatt til breytinga (?af bálreiðum flokksmönnum)). Þetta fyrirbæri kemur
tiltölulega sjaldan fyrir í málnotkun og er ágætt dæmi um að einföld
textaleit hefur tak markað notagildi, og tæpast nema í risamálheild
eins og sýnt er í grein Antons Karls og Einars Freys, en eins og þeir
benda einnig á má fá tæmandi lista um viðkomandi formgerð í
trjábankaleit þar sem nákvæm greining er hluti af málheildinni – og
það getur gefið góða raun í rannsóknum enda þótt ekki sé um mjög
stóra málheild að ræða. Athyglisvert er við efnistök Antons Karls og
Einars Freys að öll íslenska málsagan er undir í rannsókninni þar sem
þeir styðjast við dæmi um ópersónulega þolmynd bæði úr fornum og
yngri textum á íslensku, t.d. var eigi um það mjög vandað af yfirboðum
(13. öld) og þar verður ekki umtalað af mér (18. öld). Þessi nálgun er á
vissan hátt í sjálfri sér vitnisburður um samhengið í íslensku ritmáli.
Það minnir í raun og veru á það sem rætt var hér á undan, í sambandi
við ólík skref málstöðlunar skv. greiningu Haugens, þar sem Kristján
Árnason prófessor hefur haldið því fram að fornir íslenskir textar
séu á margan hátt grunnur að staðli íslensks nútímamáls, sbr. fyrsta
skrefið í ferlinu skv. Haugen.
Nafnfræði er meðal þeirra fræðigreina sem sinnt er hjá Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það er því ánægjulegt
að birta í þessu hefti grein um nafnfræði: Guðlaugur Rúnar Guð-
mundsson segir frá athugun sinni á þeim örnefnum sem breska
og bandaríska hernámsliðið skráði á kort og notaði í Reykjavík og
nágrenni á her námsárunum. Hin ensku örnefni, ásamt enskum út-
gáfum íslenskra nafna, eru stuttur en forvitnilegur þráður í íslenskri
örnefnasögu. Höf undur segir í greininni: „Hermennirnir komust
upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að
bera fram en bættu við nöfn um yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti
athafnasvæða hersins.“
Enda þótt það sé stefna tímaritsins að birta ritdóm um orðabók eða
annað viðamikið orðfræðilegt eða málfræðilegt verkefni í hverjum ár-
gangi varð ekki unnt að koma því við í þessu hefti en ráðgerðir eru
tveir ritdómar í næsta árgangi.
Eins og fram kom í formála síðasta árgangs þá hefur verið tekinn
upp sérstakur þáttur, „Málfregnir“, aftast í tímaritinu þar sem koma
má fyrir stuttum óritrýndum greinum um hagnýtta íslenska mál-
tunga_19.indb ix 5.6.2017 20:27:27