Orð og tunga - 01.06.2017, Page 12
2 Orð og tunga
í áratugi og fjölluðu einkum um hvað þeir kenndu og hvernig. Safn-
ið geymir einnig umsóknir um skólavist, stundaskrár, próftöflur,
vitnisburði um nemendur og fjöldamargt er tengdist rekstri skólans
enda voru biskup og stiftamtmaður yfirvöld skólans hérlendis. Flest
eru þessi skjöl á dönsku og öll í handriti. Frá stiftsyfirvöldum bárust
skýrslurnar til Skólastjórnarráðsins danska sem var yfirvald æðri skóla
í danska ríkinu 1805–1848. Skjölin bárust aftur til landsins 1928 og eru
vistuð í Þjóðskjalasafni Íslands sem Skjalasafn skólastjórnarmála (hér
eftir Sk.). Saman gefa þessi skjalasöfn nokkuð heillega mynd af starfi
Bessastaðaskóla en prentaðar skólaskýrslur rektora eru auk þess til frá
1840. Fyrirmæli Skólastjórnarráðsins sem íslenskukennslan byggðist
á er svo að finna í bókaflokknum Lovsamling for Island (hér eftir LS
6 og LS 7). Engin gögn nemenda um námið í íslensku var að finna í
heimildum um Bessastaðaskóla.
Miklu fjölbreyttara efni um Reykjavíkurskóla er að finna í hand-
ritum á Þjóðskjalasafni Íslands. Varðveist hafa lestrarbækur nemenda
sem þeir skrifuðu sjálfir, námsáætlanir, stundaskrár og skrifleg próf,
þ. á m. ritgerðir nemenda. Hér verður vitnað til þessara heimilda sem
MR-skjalasafnsins. Aðrar meginheimildir frá þessum tíma eru skýrsl-
ur rektors.
Athuganir sýndu glöggt að uppistaða íslenskunámsins í Bessa-
staða skóla var stílagerð sem í áratugi fólst mest í þýðingum úr
dönsk um og latneskum lestrarbókum. Vanbúið húsnæði og þrengsli
stóðu skólanum mjög fyrir þrifum í faglegum efnum og ljóst er að
ís lensku kennslan leið fyrir þessi vandræði. Framfaraöflin leystust úr
læð ingi þegar hið mikla hús Reykjavíkurskóla reis og skólastarf flutt-
ist þangað 1846. Á fáeinum árum gjörbreyttist aðstaðan til íslensku-
kennslu, bekkjum fjölgaði og nýir kennarar komu til starfa. Þá festust
kennslu aðferðir og kennsluefni í sessi sem fylgdu skólanum áratug-
um saman eftir það.
Á fyrsta ári Reykjavíkurskóla var íslenska reyndar enn kennd „með
gamla laginu“, þ.e. með gerð stíla, en veturinn 1847–1848 má segja að
íslenska hafi loks orðið eiginleg grein í skólastarfi hérlendis því að þá
hófst skipuleg kennsla í íslenskri málfræði og íslenskum bókmenntum.
Í stundaskránni fjölgaði þá vikustundum í greininni í tólf með mesta
áherslu á íslenskukennslu í neðri bekkjunum en aðal kennari í íslensku
fyrstu tvö árin var Sveinbjörn Egilsson, rektor skól ans. Önnur tímamót
urðu síðan þegar eldhuginn Halldór Kr. Friðriksson gerðist kennari
við skólann 1848. Frá byrjun tók hann íslenskukennsluna föstum tök-
um og kenndi í tæplega hálfa öld en lét af störfum 1895.
tunga_19.indb 2 5.6.2017 20:27:28