Orð og tunga - 01.06.2017, Page 14
4 Orð og tunga
Lokapróf frá skólanum veitti réttindi til prestsembætta og frekara
náms í Kaupmannahafnarháskóla en í Bessastaðaskóla átti að kenna
forn málin, einkum latínu og grísku, trúfræðigreinar, landafræði, sögu
og stærðfræði, svo og móðurmálið og einhver nýmálanna. Í þrengsl-
unum hlutu þó fornmálin og trúfræði að eiga meginsess og einhverjar
hinna greinanna að víkja. Skólasveinar voru 30–40, margir þeirra full-
tíða menn og dvöldust oft 5–6 ár í skólanum. Hver nemandi sat þá
2–3 ár í sama bekk og að hluta til með nýjum félögum á hverju ári
en kennarar urðu að semja sig að miklum breytileika í undirbúningi
nemendanna.
Enginn nemandi komst í skólann án meðmæla sem send voru
bisk upi en í flestum bréfanna var einnig sótt um ölmusu (skólastyrk)
fyrir piltana vegna bágra aðstæðna. Þar var líka sagt frá eðliskostum
svein anna og því sem þeir höfðu lært í heimaskólum. Oftast var mest
skrif að um undirstöðu þeirra í latínu en fyrir kom að ást á móður-
mál inu var líka talin til góðs undirbúnings og mannkosta, sbr. eftir-
farandi (Bps. 5b):
Júní 1833:
Úr umsókn E. H. Thorlacius um skólavist fyrir Þórarin Krist-
jánsson:
… giörir lángt framyfi r alldur gódan íslendskan Stil, svosem
hann unnir formerkjanliga sínu módurmáli, öllu þarad lútandi
Antiqviteti og historia Patria [svo]; er fl estum norrænum Sög-
um velkuigr, og les med eptirsókn allt sem þar ad lútandi
útkemur.
Kennarar í Bessastaðaskóla voru þrír fyrstu árin en fjölgaði í fjóra
haust ið 1822 og urðu ekki fleiri. Yfirmaður skólans var nefndur lektor
og kenndi trúfræðigreinar. Lektor fyrstu fimm árin var Steingrímur
Jónsson, síðar biskup, en við tók Jón Jónsson guðfræðingur sem fylgdi
skólanum til enda. Þekktustu kennarar skólans voru dr. Hallgrímur
Scheving, dr. Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson. Hallgrímur
hóf kennslu 1810 og kenndi alla tíð latínu. Hann lauk prófi í latínu
og grísku frá Hafnarháskóla og síðar doktorsprófi þaðan. Sveinbjörn
Egilsson kom í skólann 1819. Hann var guðfræðingur, fræðimaður og
skáld og kenndi mest grísku og mannkynssögu. Björn Gunnlaugsson
var stærðfræðingur og landmælingamaður og kenndi ýmsar greinar
frá 1822. Allir voru þeir við skólann uns hann var fluttur til Reykjavík-
tunga_19.indb 4 5.6.2017 20:27:28