Orð og tunga - 01.06.2017, Page 15
Alda B. Möller: Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla … 5
ur og þangað fylgdu þeir honum (um Bessastaðaskóla sjá t.d. Aðalgeir
Kristjánsson 2005:54–73 og Svavar Þór Guðmundsson 1997, einkum
bls. 7–16).
2.2 Fyrirmæli um Bessastaðaskóla
Danska Skólastjórnarráðið, þ.e. Den kgl. Direction for Universitetet og
de lærde Skoler, var sett á stofn 1805 (LS 6:764–765). Ráðið hafði yfir-
umsjón með allri starfsemi æðri skóla í Danaveldi og í því sátu þrír
menn, þ.e. fulltrúi konungs og tveir prófessorar við háskólann í
Kaup mannahöfn. Ritari þess frá upphafi var Laurits Engelstoft (1774–
1851), prófessor í sagnfræði. Hann varð assessor í ráðinu 1812 og sat í
því 1817–1832 og 1840–1848 en þá var það lagt niður (Dansk Biografisk
Leksikon 1979–1984, 4:195–196). Engelstoft var kunnugur mörgum ís-
lensk um menntamönnum, átti við þá margvísleg bréfaskipti og var
áhuga samur um íslensk skólamál (ÍB. 50 fol.).2
Árið 1805 bárust stiftamtmanni og biskupi kansellíbréf um stofn un
„Interims-Skole“ (þ.e. skóla til bráðabirgða) á Bessastöðum og fjöll-
uðu þau mest um húsakost og fjármál skólans, launakjör kenn ara og
ölmusur nemenda en lektor skólans skyldi árlega gefa Skóla stjórn ar-
ráðinu skýrslu um ástand og starfsemi hans (LS 6:752–755). Af skýrslu
lektors eftir fyrsta veturinn má ráða að ekki hafi þá verið skipt í bekki
og óljóst er hvernig kennslan skiptist milli kennara (Sk. 1–41). Íslenska
eða íslenskir stílar eru ekki nefndir meðal námsgreina en þýtt var úr
latínu á íslensku eftir hádegi á laugardögum og líklegt er að það hafi
verið hugsað sem hluti latínukennslunnar. Næsta ár bárust áfram boð
um umgjörð skólans en hinn 16. júní 1806 gaf ráðið ítarleg fyrirmæli
(skrivelse) um starfsemi skólans (LS 7:41–75 og 76–80). Ekki verður
annað séð en að þau hafi gilt alla tíð fyrir Bessastaðaskóla.
Í fyrirmælum ráðsins kom fram að hinn lærði skóli á Íslandi átti að
starfa á sama grundvelli og skólarnir í Danmörku og Noregi eins og
framast mætti verða. Þar áttu að vera 30 nemendur í þremur bekkjum
og auk þess framhaldsdeild fyrir þá sem hugðust gerast prestar án
háskólanáms í Kaupmannahöfn.3 Nemendur skyldu hafa náð 14 ára
aldri, vera læsir og skrifandi og þekkja grunnatriði málfræði (þ.e.
latínu) og reiknings. Kennarar áttu að vera fjórir, hver að kenna sínar
2 Bréfasafnið var gjöf frá ekkju Engelstoft s og í því eru m.a. bréf frá Baldvini Einars-
syni, Bjarna Thorarensen, Gutt ormi Pálssyni, Sveinbirni Egilssyni og Arnóri Árna-
syni, fl est um skólamál en nokkur um persónuleg málefni.
3 Eins og áður var nefnt urðu bekkir aldrei fl eiri en tveir í Bessastaðaskóla.
tunga_19.indb 5 5.6.2017 20:27:29