Orð og tunga - 01.06.2017, Page 16
6 Orð og tunga
greinar og notast við danskar og latneskar handbækur þar til völ yrði
á góðum þýðingum á íslensku. Það var orðað þannig í fyrirmælun-
um: „Indtil de nödvendigste Elementair-Böger kunne udkomme i
god islandsk Oversættelse hjælper enhver Lærer sig saa godt han kan
med danske eller latinske Haandböger.“ Um kennslugreinarnar sagði
enn fremur (LS 7:76‒77):
Alle 3 Skoleklasser fælles Underviisnings-Gjenstande ere: det
islandske, danske og latinske Sprog, Religion, Historie, Geo-
graphie, Arithmetik; i anden og tredje Klasse læres ogsaa det
græske Sprog og Elementar-Geometrien og i den tredje endvi-
dere en for den islandske Skole-Ungdom passende Encyclo-
pædie af de almeennytt igste Kundskaber, samt, saavidt dertil
er Tid, Begyndelsesgrundene i det hebraiske Sprog for dem,
der agte at fortsætt e det theologiske Studium ved Universite-
tet.
Ljóst er að dönsk skólayfirvöld ætluðust til að móðurmálið fengi
sinn sess í skólanum og að námsgögn yrðu smám saman aðgengileg
á íslensku. Það virðist því ekki hafa verið vilji þeirra að skólamálið
yrði danska þó að hún hlyti að henta best frekara námi í Danmörku.
Kenn arar skyldu mánaðarlega gefa biskupi og stiftamtmanni skýrslu
um námsefni og kennslutilhögun en yfirvöldin senda ráðinu árlega
afrit þeirra. Stundatöflur skyldu gefnar út af ráðinu en frávik voru þó
leyfð með rökstuðningi skólayfirvalda hér. Um bókasafn skólans var
það eitt sagt að ráðið mundi senda því bækur árlega og þar á meðal
bækur til dreifingar meðal nemenda.
Viðauki um kennslufyrirkomulag í dönskum og norskum skól um
mun hafa fylgt fyrirmælunum og var hverjum kennara Bessa staða-
skóla sent eintak af því til hliðsjónar (LS 7:43–69). Líklegt má telja
að íslenskukennarar á fyrstu árum skólans hafi fylgt fyrirmælum um
dönskukennsluna ytra þar sem fram kom að æfa skyldi lestur, skrift
og hugsun á „Modersmaalet“ í fyrsta bekk en síðan málfræði, setn-
ingafræði og stafsetningu, svo og ritun stuttra ritgerða og sendibréfa,
ýmist í tímum eða utan þeirra. Kennara bar að leiðrétta stafsetningar-
og málfræðivillur í móðurmálinu og benda á æskilegt málsnið og
orðalag. Hann átti að velja texta eftir þjóðskáldin, láta nemendur snúa
ljóðum í óbundið mál og benda á sérkenni beggja tegunda en nem-
endur áttu líka að æfa sig í framsögn og þjálfa góðan málsmekk (LS
tunga_19.indb 6 5.6.2017 20:27:29