Orð og tunga - 01.06.2017, Page 22
12 Orð og tunga
var áfram lesin og nemendur skrifuðu texta ritsins í óbundnu máli
en kennarinn fjallaði um fegurð textans og sérstök atriði í íslenskri
ljóðlist er vörðuðu málfar, stafsetningu, rím og höfuðstafi sem hann
sagði vera sérstaka og aðeins til í íslensku. Um það fórust honum svo
orð í skýrslu sinni til yfirvalda (Bps. 1a):
Den 3ie time er bleven continueret med at forandre Præst
Thorlaksens Isl. Oversætt else af Miltons tabte Paradiis i pro-
saisk Stiil, med samme Anledning har jeg og sogt at viise det-
te Stykkes Skönheder, Forskiællen paa Poesie og Prosa samt
det særegne i den iislandske Digtekunst i hensyn til Stavelse,
Maal, Rim og de saakaldte Höfutstafi r som ere den ganske
egne.
Eftir áramótin las kennari áfram latneska og danska texta og lét
þýða, m.a. goðsagnir úr lestrarbók Nissens. Nemendur glímdu áfram
við texta Snorra Sturlusonar og áfram var haldið með stíla þrisvar í
viku og bætt við lestri úr sögubók Mallings sem nemendur endur-
sögðu á íslensku og færðu í stílabækur. Kennarinn leiðrétti síðan
og loks skrifuðu nemendur útgáfu kennarans í bækur sínar. Á vor-
mán uðum var aðeins sagt að starfið hefði verið svipað og áður og á
prófi fengu nemendur ýmist „meget godt“, „godt“, „temmel. godt“
eða „maadelig“ í íslenskum stíl (Bps. 1a og Sk. 2–8). Guttormur hætti
kennslu þetta vor enda búinn að fá prestsembætti á Hólmum í Reyð-
arfirði.
Skýrslur Jóns Jónssonar (Bps. 1a) fjölluðu ætíð fremur stuttlega
um íslenskutímana en hann fylgdi dæmi Guttorms í upphafi og las
báðum bekkjum fyrir kafla úr Heimskringlu á latínu og lét þýða á
íslensku. Stílar voru leiðréttir og nemendum bent á villur og í hverju
þær lægju og stundum áttu þeir sjálfir að finna betri þýðingu og
málsnið. Jón las neðribekkingum einnig fyrir úr Konungsskuggsjá á
latínu og ritum Liviusar og áttu þeir að þýða á íslensku en fyrst þurfti
hann þó að snara efninu á dönsku. Jón tók fram að nemendur í efri
bekk hefðu gott vald á íslensku máli en þeir virðast fljótt hafa orðið
leiðir á stílunum svo að kennari hóf að kenna landafræði í nokkrum
íslenskutímum. Þessu gerði hann grein fyrir í skýrslunni, taldi að
nemendur hefðu mikla þörf fyrir landafræði sem ekki var kennd í
efri bekk og kvaðst vonast til að Skólastjórnarráðið tæki þessu ekki
illa. Í desemberskýrslunni 1807 gat hann þess að í efri bekk væru
nemendur allir fullorðnir menn með góða færni í móðurmálinu og að
tunga_19.indb 12 5.6.2017 20:27:30