Orð og tunga - 01.06.2017, Page 27
Alda B. Möller: Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla … 17
end jeg. Derimod kunde jeg tage mere af det Mathematiske,
dersom Undervisningen i dett e fag blev udvidet.
3.3 Boðsritin og bókakostur nemenda og skólans
Boðsrit Bessastaðaskóla voru gefin út í tilefni skólahátíðar á fæðingar-
degi konungs á árunum 1828–1840 en í tilefni vorprófa frá 1841. Boðs-
ritin voru á íslensku en í þeim birtu kennarar skólans niðurstöður
rann sókna sinna sem ekki höfðu áður verið prentaðar. Meðal efnis
voru þýðingar öndvegisrita, uppskriftir og greiningar fornkvæða,
heim spekilegar ritgerðir, þjóðlegur fróðleikur og leiðarvísar um
stjörnu fræði og gang himintungla. Atkvæðamestur í ritstörfunum
var Svein björn Egilsson; þýðing hans á Ódysseifskviðu í óbundnu
máli kom út á tólf árum en auk þess birti hann allmörg trúarleg
fornkvæði í Boðs rit un um (Sveinbjörn Egilsson 1829–1840). Þýðing
Ódysseifskviðu varð til í grískukennslu Sveinbjarnar eins og áður er
getið en líklegt er að nemendur hafi eignast ritin eins og aðrir þeir
sem tengdust skól anum. Annað efni á íslensku virðast nemendur vart
hafa fengið frá skólanum.
Af skýrslum kennara má ráða að í íslenskutímum hafi þeir ávallt
lesið fyrir texta á dönsku eða latínu til þýðingar á íslensku eða sett
nemendum fyrir ritgerðarefni í tímum. Hvergi er þess getið að piltum
hafi verið ætlað að lesa íslenskan texta utan kennslustunda og óvíst
að þeir hafi átt nokkra þá bók eða rit á íslensku sem þó var nefnd sem
kennsluefni í skýrslunum. Bókakostur skólans sjálfs var einnig afar
fátæklegur af öðru en því sem Skólastjórnarráðið sendi honum árlega
en það voru mest boðsrit annarra skóla og kennslubækur til sölu í
skólanum. Lengi var það hlutverk Sveinbjarnar Egilssonar að hafa
umsjón með pöntun og sölu bókanna en skrár sýna að mest voru þetta
trúfræðirit, latneskar, danskar og grískar málfræðibækur, orðabækur
og sögubækur, landabréfabækur og kennsluefni í stærðfræði (Sk.
6–10 og Bps. 5b).
Í bókasafninu um 1830 voru örfáar íslenskar bækur skráðar og tald-
ar gamlar eða ónýtar, svo sem Rímbegla, Landnáma, Hungurvaka og
Sæmundar-Edda en lítið blað frá 1832 sýnir þó reikning fyrir að binda
inn nokkrar bækur fyrir skólasafnið, þ.e. Njáls sögu, Eyrbyggju, Her-
var ar sögu og Kristni sögu (Bps. 5a). Nokkru síðar er svo getið rita
Lær dómslistafélagsins, Passíusálmanna frá 1800 og 1820 og sálma-
bók ar frá Leirárgörðum 1801 (Sk. 5–10 og 7–4). Það var svo vart
tunga_19.indb 17 5.6.2017 20:27:31