Orð og tunga - 01.06.2017, Page 28
18 Orð og tunga
fyrr en við flutning skólans til Reykjavíkur að hann tók að eignast
myndarlegt safn íslenskra bóka og er skrá Jóns Árnasonar (1862) um
bókakost skól ans merk heimild um skólasafnið.
4 Nám og skólavist Bessastaðasveina
4.1 Skrif skólapilta
Oft var mikið mannval meðal Bessastaðasveina og þekkt er að í skól-
anum kynntust þeir fjórir skólapiltar sem síðar hófu útgáfu tíma-
rits ins Fjölnis, þeir Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason, Tómas
Sæm undsson og Brynjólfur Pétursson, en ritinu hefur verið lýst sem
„merkasta riti í sögu íslenskrar málhreinsunar“ (Kjartan G. Ottósson
1990:66). Verður þó að telja óvíst að íslensku stílarnir hafi haft mikil
áhrif einir og sér á málfar og málrækt þeirra eða annarra skólapilta
og miklu fremur að lærifeðurnir hafi skapað sérstakt málfarslegt um-
hverfi og skólaanda sem um leið varð kveikjan að örri þróun máls-
ins um miðbik 19. aldar. Um það vitna líka æviminningar annarra
skólapilta þar sem vikið var að kennslunni og fyrir kemur að óbeint er
vísað til hennar, t.d. í tímaritinu Norðurfara, sem þeir Gísli Brynjúlfsson
og Jón Þórðarson (Jón Thoroddsen) gáfu út 1848‒1849 en Jón varð
stúdent 1840 (Páll Eggert Ólason 1950:291) og Gísli 1845 (Páll Eggert
Ólason 1949:45). Í formála fyrri árgangs ritsins segir m.a. (bls. vi‒vii):
Hvað rithætt inum viðvíkur, þá hefur oss aldrei verið kennd
nein rjett ritan á íslenzku í skóla, en vjer höfum að því leiti sem
vjer höfum getað viljað fylgja rjett ritan Hr. Konráðs Gísla son-
ar, því oss fi nnst hún sjálfri sjer samþykkust …
Hér á eftir verður fjallað lítillega um skrif þriggja skólapilta, þeirra
Jónasar Hallgrímssonar, Páls Melsteð og Árna Thorsteinssonar til að
bregða týru á nám þeirra og skólavistina.
4.2 Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson komst í Bessastaðaskóla haustið 1823, sat þar sex
vetur og útskrifaðist vorið 1829. Til eru ýmsar heimildir frá þessum
árum hans í skólanum en rit hans sjálfs sýna málfar og rithátt þessa
tíma. Á þessum árum voru 36–41 nemandi í skólanum (Sk. 7–3) en
tunga_19.indb 18 5.6.2017 20:27:31