Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 30
20 Orð og tunga
30. maí 1829 hélt Jónas prófræðu sína í Bessastaðakirkju og lagði út af
ritningartextanum í fyrsta Jóhannesarbréfi sem hann ritaði þannig:
„Elskid ecki heimi, ecki heldur þá hluti sem í heiminu eru; ef
nockur elskar heimi í hönum er ecki kiærleiki födursins.“ Ræðan
var afar vönduð að uppbyggingu, upphafin að efni eins og tilefninu
hæfði en þó jarðbundin. Hana er í heild sinni að finna í skjalasafni
Konráðs Gíslasonar (KG 31.a.1). Ræðan hlýtur að teljast til heimilda
um málviðmiðin í skólanum þegar mest var vandað til verka en Jónas
var þó varla neinn meðalmaður hvað stíl og orðfæri varðaði. Hér
verður að nægja að benda á nokkur atriði stafsetningar en margvísleg
málfræðileg atriði þessa tíma má einnig greina í textanum (Alda B.
Möller 2014:52–57 og 73–77).
Texti Jónasar hefur á sér nokkuð fornlegan blæ, einkum vegna
notk unar á styttingarböndum yfir nefhljóðatáknum en oft er bönd-
un um í raun ofaukið miðað við sígilda stafsetningu. Jónas notar ekki
bókstafinn ð enda var táknið ekki endurvakið fyrr en nokkrum árum
síðar. Bókstafurinn z er heldur ekki notaður í textanum og nær hvergi
er j að finna, en i skrifað þess í stað. Bókstafurinn y er notaður sam-
kvæmt uppruna í ýmsum algengum orðum en handahófskennt þess
utan. Jónas skrifar qv en ekki kv og hann skrifar ætíð ck í stað kk. Jónas
hefur nær alltaf breitt sérhljóð/tvíhljóð á undan ng og hann skrifar é
og ie á eftir framgómmæltu g og k en ýmist é eða ie fyrir eldra é. Loks
skrifar hann ei en ekki e á undan gi og gj. Eftirfarandi eru tvö textabrot:
Vér meigu ecki elska heimi. Orsökina leggur postuli siálf-
ur til: Hvör sem elskar heimi, seigir ha, í hönum er ey kiær-
leiki födursins. Þad er ad skilia: hvör sem festir hiartad vid
fall valta heim, og hans giædi, ha sínir þar med ad ha ei
elsk ar gúd, þvi ha óhlídnast gúds vilia. Gúd vill nefnilega ad
heimsins giædi skuli hressa og gledia oss, so oss aukist krapt-
ar til ad gégna vorri köllun.
Sá sparar sier þvi mikla sorg og marga söknud og qvída, sem
numid hefur þá gullvægu kunst, ad geta verid án þess alls
sem heimuri megnar ad svift a ma. Þegar heimsins blyda fel-
ur sig, og nátt úruar ubrot skélfa mai, þegar hallæri eda
stríd eda drepsótt ir geisa í löndunu, og konúngarnir titra, þá
er sá madur óhræddur, þvi ha qvídir aungu Iardnesku
missir, stödugur vid sitt skylduverk, bídur ha hvörs sem ad
höndu ber, og tekur ánægdur allskins skorti, ...
tunga_19.indb 20 5.6.2017 20:27:31