Orð og tunga - 01.06.2017, Page 32
22 Orð og tunga
og yndi var að heyra hann í kennslustundum vera að velta fyrir sér
og lærisveinunum, hvörnig útlegging kæmi best heim við frummálið
og þýðinguna.“ Árni nefnir einnig kennslu Hallgríms Scheving sem
hann segir hafa verið stranga og fastmótaða en að honum hafi einnig
verið mjög annt um að íslenskar þýðingar væru vel af hendi leystar.
Árni Thorsteinsson sagði skólapilta hafa verið afar iðna við „dauðu
málin“ og lásu þá þétt saman. Líkt og Páll Melsteð talaði hann um
sóðaskap og sagði loftið í bekkjunum hafa verið óþolandi og „furða
að eigi varð mein af“. Þessar hugleiðingar Árna, en jafnframt kvíði
vegna flutninga frá Bessastöðum til Reykjavíkur, koma vel fram í
sendibréfum hans, þar sem segir m.a. (Árni Thorsteinsson, án ártals,
Lbs. 2429 4to):
7. okt. 1845:
Nú held eg loksins að skólinn komist í Reikvik, qvíði eg fyrir
því að nokkru leiti. Húsakinnin verða að sönnu betri því þaug
mega ekki lakari vera e þaug eru hérna á Bessastöðum.
20. nóv. 1846:
Reykjavíkurbúar eru misjafnir menn, tilfi íngar þeirra eru
dauf ar eða engar í mörgum hlutum, svosem hvað þjóðerni
Ís lend ínga snertir, málefni lands vors og málið okkar Ís-
lendskuna meta þeir lítils, alteins og það sé gamall gripur
ónítur og sem farið sé að falla á.
5 Fyrstu reglugerðir um Reykjavíkurskóla
5.1 Bráðabirgðareglugerð 1846
Sumarið 1845 birti Skólastjórnarráðið danska bráðabirgðaskipan fyr-
ir lærða skóla í Danmörku. Sveinbjörn Egilsson, nýskipaður rektor
Reykja víkurskóla, var næsta vetur í Kaupmannahöfn og má af gögn-
um ráða að orðalag um námsefni í íslensku í hinum nýja skóla hafi
verið sniðið að því orðalagi sem gilti um dönskukennslu þar lendis
því að í eintaki reglugerðarinnar er einfaldlega skrifað með hendi
Sveinbjarnar orðið „islandsk“ í stað „dansk“ þar sem við á (Sk. 13–1).
Önnur skrif Sveinbjarnar frá sama tíma styðja þetta því að uppkast
tunga_19.indb 22 5.6.2017 20:27:32