Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 33
Alda B. Möller: Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla … 23
hans, líklega skrifað í Kaupmannahöfn þennan vetur, sýnir að hann
gerði ráð fyrir að málakennslan hérlendis viki frá dönsku reglunum
og að tungumálin yrðu kennd þannig (Sk. 12–1):
Islandsk, ligesom Dansk eft er Prov. Plan. 4,1 og 11,1,
Dansk ligesom Tydsk eft er Prov. Plan. 4,2 og 11,2,
Tydsk ligesom Fransk eft er Prov. Plan. 4,3 og 11,3.
Með þessari aðlögun fékk því íslenska hliðstæða stöðu og danska
móður málið í dönskum skólum en hérlendis varð danska fyrsta er-
lenda tungu málið og þýska annað í námskránni. Skólastjórnarráðið
gaf út bráða birgðareglugerð fyrir „den lærde Skole i Reykjavik“ sem
tók gildi 1. okt. 1846 (LS 13 1866:435–463).13 Íslensk þýðing hennar
birtist í Reykjavíkurpóstinum sama ár (1846: 1, 2, 3; 1847: 4, 5, 6).
Skólinn skyldi undirbúa menn fyrir háskólanám en einnig fyrir nám
í prestaskóla sem setja átti á laggirnar. Nemendur skyldu ekki koma
eldri í skólann en sextán ára, kunna undirstöðuatriði í tilteknum
greinum og vera fermdir, bólusettir og óspilltir. Engar sérstakar
kröfur voru gerðar um kunnáttu í íslensku aðrar en þær að geta lesið
hana og skrifað læsilega. Tekið var fram að íslenska og danska ættu
að vera aðalkennslugreinar í neðri bekkjum skólans en í efri bekkjum
var miðað við að fornmálin yrðu aðalgreinar. Um kennslu í íslensku
sagði eftirfarandi (LS 13 1866:450–451):
Íslenzk túnga: Hana skal kenna í öllum bekkjum, en sá er til-
gángur þeirrar kennslu, í fyrsta lagi að kynna lærisveinum
með þessari túngu hinar almennu hugmyndir málfræðinnar,
í öðru lagi að kenna þeim að rita móðurmál sitt samkvæmt
rètt um reglum, óblandað og með góðum smekk, í þriðja lagi
að kynna þeim bókmentasögu Íslands.
Þessi grein mun hafa verið samin eft ir bráðabirgðareglum (Proviso-
risk Plan) frá 1844 um dönskukennslu í lærðum skólum í Danmörku
og var sýnilega aðlöguð fyrir Ísland með sama hætt i og áður var getið
því að í danska textanum var strikað yfi r orðið „dansk“ og þess í stað
skrifað orðið „islandsk“ með hendi Sveinbjarnar, að því er best verður
séð (Sk. 13–1).
13 Reglugerðin nefnist á dönsku „Forelöbigt Reglement for den lærde Skole i Reykja-
vik, Khavn 30. Mai 1846“. Íslensk þýðing fylgir danska textanum og mun hún vera
orðrétt úr Reykjavíkurpóstinum frá 1846–1847.
tunga_19.indb 23 5.6.2017 20:27:32