Orð og tunga - 01.06.2017, Page 37
Alda B. Möller: Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla … 27
stöðu, sem þú tekur við völdunum í, og (þeim) sem þú átt að
þakka tign þína. Abdólónímus þótt i sem sig væri að dreyma,
og spurði hina úngu menn hvert þeir væru með öllum mjalla
(öllu viti), þar sem þeir göbbuðu sig svo ósvífnislega.
[Síðar] … eg vildi eg gæti orðið eins ánægður með kon úng-
dóm inn, og eg var með fátæktina. Þessar höndur hafa fyrir
mèr unnið (eða: þessar höndur hafa fullnægt þörfum mínum).
Í textabrotinu sést að Sveinbjörn leiðrétti ófullkomnar setningar og
fyllti þar í eyður og hann lagfærði óformlegt orðatiltæki. Hann gerði
hins vegar engar athugasemdir við sagnbeyginguna sèr í stað sèrð
í 2.p.et.nt.fh. sem er merki um eldri rithátt og hann merkti heldur
ekki við fleirtölumyndina höndur sem mun hafa verið nokkuð algeng
orðmynd á 19. öld, einkum í talmáli (Björn K. Þórólfsson 1925:112,87).
Hvað stafsetningu varðar í stílunum hefur Magnúsi greinilega verið
kennt að nota z og y eftir uppruna orða, breiður sérhljóði/tvíhljóði
er skrifaður á undan ng, táknið è er ritað en ekki je en hins vegar er
skrifað eg en ekki èg. Greinarmerkjasetning virðist líka vel mótuð
með kommum á undan samtengingum í flestum tilvikum. Athugun á
flestum stílum Magnúsar leiddi í ljós að Sveinbjörn gerði margvíslegar
en þó hófsamlegar athugasemdir, hann leiðrétti alltaf y-villur og
z-villur og stundum benti hann á fornar orðmyndir til fyrirmyndar
(Alda B. Möller 2014:58‒61).
6.3 Stafsetningarreglur Sveinbjarnar Egilssonar
Líklegt er að Sveinbjörn hafi notað málfræðihandrit sín við kennsluna
því að stafsetning Magnúsar og leiðréttingar Sveinbjarnar eru í góðu
samræmi við þau (Sveinbjörn Egilsson, án ártals).15 Hér verður aðeins
lýst tveimur reglum Sveinbjarnar, þ.e. um notkun y og z. Sveinbjörn
kallar stafina „samsetta málstafi“ og segir um þá:
Af þessum bókstöfum eru y, ý, ey, z, brúkaðir til að sýna upp-
runa orðanna, því að þeim er kveðið sem að i, í, ei, s; hvar y, ý,
ey er brúkað, sèst af hljóðstafaskiptunum ( ), en z brúkast fyrir
s, þegar t, d eða ð hefur verið slept á undan því, t.d. veizla (f.
veitsla), íslenzkur (f. íslendskur), gerzkur (f. gerðskur).16
15 Efni handritanna í Lbs. 456 4to var aldrei prentað eins og áður var vikið að.
16 Auði sviginn í 3. línu tilvitnunarinnar er þannig í handritinu.
tunga_19.indb 27 5.6.2017 20:27:33