Orð og tunga - 01.06.2017, Page 39
Alda B. Möller: Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla … 29
(3.a) Tveimur stundum í viku var varið til að lesa fyrir ágrip
af íslenskri bókmentasögu fram til 13. aldar, svo og stutt ágrip
af hinum fornu bragarhátt um, og munnlega hlaupið í gegn-
um hátt atal Snorra, v. 1–30. Fám sinnum fyrirsett ritsefni á
íslenzku.
(3.b) Tvisvar í viku reyndu lærisveinar til að semja ritgjörð yfi r
fyrir sett efni; ritsefnið var optast einhver almenn málsgrein,
orðskviðir eða spakmæli, stundum bifl íugreinir af gamla og
nýa testamentinu.
Ritgerðarefni hjá Sveinbirni á lokaprófi vorið 1848 var: „Að útlista
þessi orð lausnarans: Auðveldara er úlfaldanum að gánga gegnum
nálaraugað en ríkum manni inn í Guðsríki.“ Ritgerðirnar voru 400–
700 orð í hátíðlegum stíl og væntanlega eftir uppkasti því að mjög
lítið er þar um leiðréttingar. Ritgerðarefnin munu hafa verið lesin upp
því að ritháttur nemenda á fyrirsögninni er mismunandi. Ritgerðirnar
hafa varðveist og fylgir hér lítið brot eftir Helga Hálfdanarson, síðar
sálmaskáld og lektor Prestaskólans, sem sýnir hversu mjög var til
vandað (MR Próf):
… því það hjarta, þar sem svo margar íllar girndir lifa og
þróast, það getur ekki verið musteri heilags anda; þar sem
drambsemi og úlfb úð, öfund og eigingirni og aðrir lestir, sem
leidt geta af raungu áliti á auðnum og rángri notkun hans ‒
þar sem þett a ríkir, þar getur ekki Guðs ríki verið, því Guðs
ríki er hverki matur né drykkur, auður né upphefð, heldur
friður og fögnuður í heilögum anda.
7 Íslenskukennslan hjá Halldóri Kr. Friðrikssyni
frá 1848
7.1 Góð bót ráðin á íslenskukennslu
Haustið 1848 kom Halldór Kristján Friðriksson til íslenskukennslu í
skólanum en Sveinbjörn rektor lét svo um mælt í skólasetningarræðu
sinni 1. okt. 1848 að Halldór hefði: „sér í lagi lagt sig eptir þekkíngu á
móðurmáli voru, og hyggjum vér gott til, að nú verði góð bót ráðin á
því, sem áður hefir heldur verið ábótavant í þeirri grein“ (Skólaræður
tunga_19.indb 29 5.6.2017 20:27:33