Orð og tunga - 01.06.2017, Page 41
Alda B. Möller: Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla … 31
7.2 Kennsluefni og tilhögun náms fyrstu ár Halldórs Kr.
Friðrikssonar
Veturinn 1848–1849 kenndi Halldór íslenska málfræði og stíla í fjóra
tíma vikulega í neðri bekkjunum. Í 3.a. og 3.b. voru hins vegar bók-
menntir, norræn goðafræði og ritgjörð á stundaskránni en þó aðeins
tvær stundir í viku í hvorum bekk. Í skólaskýrslum sagði m.a. um
kennsluna í 2. bekk (Sveinbjörn Egilsson 1849:13):
1. hefur hann látið pilta læra ágripið af málmyndalýsíng ís-
lenzk unnar, er stendur framan við lestrarbók hans; hefur
hann og út skýrt og aukið þett a ágrip í yfi rheyrslunni svo, að
pilt ar ekki að eins gætu fengið greinilegt yfi rlit yfi r myndir og
beyg íngar íslenzkunnar, eins og hún er nú, heldur gætu þeir
einn ig borið það saman við fornmálið.
2. lagfærði hann hjá þeim tvo íslenzka stíla í viku; voru stíls-
efn in að mestu úr Udvalgte Fortællinger af J. P. Hebel, en
nokk ur úr Holst danske Læsebog.
Í 3.a. lásu menn norræna goðafræði og málfræði Halldórs en í 3.b. lét
hann lesa Háttatal Snorra Sturlusonar, útskýrði vísurnar og vakti jafn-
framt athygli á „einkennum norrænna skáldskaparhátta, og mynd um
og beygíngum norrænunnar“ (Sveinbjörn Egilsson 1849:14).
Veturinn 1850–1851 var málmyndalýsingin kennd í 1. bekk og
nemendur lásu 9. árgang Fjölnis sem var minningarrit um Jónas Hall-
grímsson. Í 2. bekk var málmyndalýsingin líka lesin ásamt Þórðar
sögu hreðu sem Halldór hafði þá nýlega séð um útgáfu á en hana las
hann þannig að hann hafði „stöðugt auga á málmyndalýsíngunni, og
jafnframt mismuninum á máli voru núna og fornmáli voru“. Stílar
voru svo gerðir tvisvar í viku ‒ ýmist tímastílar eða heimastílar, og
allt leiðrétti kennarinn. Í 3.a. voru aðeins stílar en í efsta bekk (3.b.)
las kennarinn aftur Háttalykil Snorra Sturlusonar og lét skrifa ritgerð
vikulega um ýmis efni, ýmist í tímum eða utan þeirra (Sveinbjörn
Egilsson 1851:13–14).
Til eru svonefndar lestrarbækur nemenda frá þessum árum, og
reynd ar alveg til aldamótanna 1900, en í þær skiptust nemendur
á að skrá námsefnið sem farið var yfir í hverju fagi. Lesefni fyrsta
bekkj ar veturinn 1851–1852 er dæmi um slíka skrásetningu (MR
Lestrarbækur).
tunga_19.indb 31 5.6.2017 20:27:33