Orð og tunga - 01.06.2017, Page 43
Alda B. Möller: Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla … 33
• Ritað var je en ekki é eða è alls staðar þar sem svo var borið
fram nema á eftir g og k en þó var ritað je í orðum eins og þiggj-
endur.
• Grannur sérhljóði var ritaður á undan ng og nk samkvæmt
fornu máli.
• Alls staðar var ritaður tvöfaldur samhljóði á undan þriðja sam-
hljóða þar sem uppruni sagði til um.
• Alltaf var ritað p en ekki f á undan t (í sama atkvæði) og var þar
vikið frá uppruna.
• Reynt var að aðgreina í ritun mismunandi æ eftir uppruna en
það náði ekki fótfestu og sést vart í stílum nemenda.
• Reglur um notkun y, ý og ey voru þær að leita skyldi uppruna
orðmynda og huga að hljóðvörpum af u, o, ú, ó og au við ritun
þeirra. Umfjöllun og dæmi um þetta eru mjög fyrirferðarmikil
hjá Halldóri (1859:75‒137).
• Um ritun z segir Halldór að hana skuli nota í stað ts, ds eða ðs
þar sem „þessir stafir ættu að standa saman í sömu samstöfu,
en kveðið er að, eins og s stæði“ (1859:183‒187).
• Um ritun n og nn er einnig fjallað í löngu máli hjá Halldóri
(1859:199‒208) og hafa þær reglur haldist síðan.
7.4 Ritgerðir vorið 1852
Heillegt safn ritgerða frá 1852 er varðveitt (MR Próf) og hefur verið
athugað nokkuð (Alda B. Möller 2014:63‒67). Verkefnin voru skrifuð
á litla miða og heiti lesið upp en utan um úrlausnir 4. bekkjar og 3.b.
er strimill með áletruninni: „Íslenzkur stýll, 22 aðjunct Friðriksson,
23 Dr. Egilson, 24 aðjunct Sigurðsson“, og sýnir þetta væntanlega að
stílarnir gengu með dags bili milli kennarans og prófdómenda, þeirra
Sveinbjarnar Egilssonar og Jens Sigurðssonar.19 Þrír menn lásu því
ritgerðirnar áður en einkunn var gefi n. Ritgerðarefnin voru þessi:
Í 4. bekk og 3.b.: „Í hverju er hjátrú fólgin? Hverjar eru afl eið-
ing ar hennar? Og með hverju á að bægja henni burtu?“
Í 3.a.: „Hví ferst góður ásetningur svo opt fyrir?“
Í 2. bekk: „Hvaða not hafa menn af hestunum?“
19 Sveinbjörn Egilsson var sestur í helgan stein þegar hér var komið sögu en hann
lést aðeins tveimur mánuðum síðar.
tunga_19.indb 33 5.6.2017 20:27:34