Orð og tunga - 01.06.2017, Side 44
34 Orð og tunga
Í ritgerðunum má sjá athugasemdir Halldórs. Hann skrifaði ekki inn
leiðréttingar en strikaði undir villur ‒ þrisvar undir verstu villurnar!
Reglum um stafsetningu varð að hlýða en hann gerði líka margar
at hugasemdir um málfar og greinarmerkjasetningu. Honum líkaði
ekki að sjá danska tökuorðið kannske og hann amaðist við orðunum
mögu legur og ómögulegur. Hann vildi ekki sjá orðið maður notað sem
óákveðið fornafn og er víða strikað undir slíkt í ritgerðum. Aukaorð
í tengingum voru illa séð og alltaf strikað undir að ef skrifað var ef að.
Villur í greinarmerkjasetningu voru algengar og er þá yfirleitt merkt
við vegna þess að kommur vantaði. Þær áttu greinilega að vera á
undan öllum samtengingum ‒ og reyndar miklu víðar.
Halldór kenndi forna beygingu ija-stofna karlkynsnafnorða og
vildi því t.d. ekki sjá orðmyndina flýtir í þf. eða þgf. Hann strikaði
líka undir orðmyndir sem hugsanlega voru mállýskubundnar, t.d.
merki um svonefndan d-framburð (heirdu) og hann strikaði undir
sagnmyndirnar kóm og vóru. Þá strikaði hann alltaf undir ýmsar
kringdar myndir spurnarorða og fornafna, t.d. hvurnin, hvornin, hvur,
aungu, aungvu en þær átti að skrifa hvernig, hver og engu. Fyrir kom að
menn skrifuðu ötluðu í stað ætluðu og var þrístrikað undir það, líklega
til marks um grófa villu.
Margt þurfti að villumerkja í stílum 1. bekkinga. Fyrir kom að menn
höfðu ekki tileinkað sér fyllilega bókstafinn ð (rád, tekid, med) og oft
þurfti að leiðrétta nafnorðsmyndina köttnum. Þá var framgómmælt g
og k oft ritað gj og kj (gjætu, kjettinum), og ei skrifað í stað e á undan
ng (eingin, heingja, heyngja). Nýnemar höfðu lítil tök á n/nn-reglunum
(orsökinn, hálsin, köttin) og greinarmerkin hjá þeim voru gloppótt.
Allt breyttist þetta undir „heraga“ Halldórs þegar nemendur klifu
upp bekkjastigann; engin merki um beygingarvillur og afar fáar staf-
setningarvillur er að finna í ritgerðum efstu bekkinga vorið 1852.
8 Samantekt og lokaorð
Skólastjórnarráðið í Danmörku, sem var æðsta yfirvald Bessastaða-
skóla, gerði frá upphafi ráð fyrir íslenskukennslu í skólanum og
benda gögn til að hún hafi átt að eiga sama sess í skólastarfinu og
móður málskennslan í dönskum skólum. Í Bessastaðaskóla átti að
kenna íslensku í þrjá tíma í hvorum bekk og af fyrirmælum mátti
ráða að kenna skyldi ritun, málfræði og bókmenntir á þjóðtungunni.
Bessastaðaskóli starfaði í rétt rúmlega 40 ár en húsnæðið var
tunga_19.indb 34 5.6.2017 20:27:34