Orð og tunga - 01.06.2017, Page 52
42 Orð og tunga
stjórnvalda til að tryggja það. Þett a birtist t.d. í þeim skrifum sem
voru endurútgefi n í greinasafninu Þjóð og tunga (Baldur Jónsson ritstj.
2006). Hins vegar var fj allað um meðferð málsins og þann búning sem
því skyldi búinn í ræðu og riti. Undir þett a falla skrif um stafsetningu
og grundvöll hennar (Jón Aðalsteinn Jónsson 1959:77−103) og um
ýmis formleg einkenni málsins. Einnig voru erlend áhrif í orðaforða,
setningagerð og stíl fyrirferðarmikið umræðuefni. Ábendingar og
umvandanir um málnotkun og orðafar komu víða fram og má nefna
sem dæmi ítarlegar bókafregnir í Fjölni á árunum 1843−1845.
Í þessari grein verða bein og óbein áhrif af tengslunum við Dan-
mörku og dönsku í brennidepli. Því hefur verið haldið fram að á 18. og
19. öld hafi erlend áhrif á íslensku verið mikil og vaxandi, einkum frá
dönsku, og ýmis dæmi tilgreind því til stuðnings, bæði umsagnir um
mál og málnotkun og einstök textadæmi um dönskuskotið málfar (sjá
einkum Kjartan G. Ott ósson 1990 og tilvísanir þar). Aft ur á móti hafa
ekki verið gerðar miklar skipulegar rannsóknir á erlendum áhrifum,
eðli þeirra og umfangi á þessu tímabili né heldur á forsendum þeirra
með hliðsjón af ytri aðstæðum. Auður Hauksdótt ir (2011, 2016) hefur
fj allað um menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur á síðari öldum
og um tök Íslendinga á dönsku. Mikinn fróðleik má einnig sækja í
skrif ýmissa sagnfræðinga, þ. á m. nýlegt yfirlit um tengslin við
Kaupmannahöfn í riti Guðjóns Friðrikssonar og Jóns Þ. Þór (2013). Í
greininni verða dregin fram ýmis atriði sem varða snertingu íslensku
við önnur mál, einkum dönsku, og áhrif hennar á svipmót og þróun
málsins. Fjallað verður um ytri aðstæður m.t.t. máltengsla, rakin
dæmi um viðhorf og ummæli samtíðarmanna um erlend máláhrif og
fj allað um áhrif í orðaforðanum eins og þau birtast í 19. aldar textum.1
Niðurstöðurnar verða bornar saman og þannig leitast við að varpa ljósi
á það hversu raunsanna mynd samtímaummæli gefi af málnotkun
á sama skeiði. Almennt séð er meginniðurstaða greinarinnar sú að
erlend máláhrif á 19. öld hafi verið minni en ráða mætt i af því sem
sagt var um þau í samtímaheimildum.
Skipulag greinarinnar er sem hér segir: Í 2. kafl a er gerð grein fyrir
markmiðum rannsóknanna sem kynntar eru í greininni og þeirri
fræðilegu umgjörð sem þeim er búin. Máltengsl í danska ríkinu
1 Greinin er afrakstur rannsókna innan verkefnisins „Málbreytingar og tilbrigði í
íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals“ og byggir á gögnum þess. Það
er samstarfsverkefni fræðimanna og stúdenta í Reykjavík, Uppsölum og Brussel
og naut styrks frá Rannsóknasjóði 2012–2014 (nr. 120646021–23). (Sjá nánar um
verkefnið: htt p://www.arnastofnun.is/page/LCLV19.)
tunga_19.indb 42 5.6.2017 20:27:35